Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 112

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 112
112 Sigurður Kristinsson ingur fólk telji að búi að baki ákvörðunum og aðgerðum þeirra. Lögð er áhersla á að áhrifamesta leið stjórnvalda til að efla traust sé sú að sýna í verki að heilindi og gott siðferði ráði för á öllum stigum stjórnsýslunnar. Þessar niðurstöður skýrslu OECD bera með sér tiltrú á að með markvissum aðgerðum sé mögulegt að stuðla að bættu siðferði og á grunni þess auknu trausti á stjórnmálum og þar með væntanlega betri stjórnmálum. En er sú tiltrú á rökum reist? Grunurinn um að svo sé ekki var umfjöllunarefni Páls Skúlasonar á mál- þingi um siðferði í íslenska stjórnkerfinu, árið 1986.7 Þar velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort stjórnmál lúti hugsanlega engum siðgæðislögmálum, þar sem þau séu í eðli sínu barátta um völd og að í slíkri baráttu gagnist ófyrirleitni og yfirgangur jafnan betur en tillitssemi. Kjarninn í erindi hans var sá að með því að líta svo á að stjórnmál séu starfsgrein og undanþegin siðgæðislögmálum, þá haldi allur almenningur stjórnmálamönnum í nokkurs konar gíslingu þar sem þeir séu nánast tilneyddir að ganga inn í hlutverk hins ófyrirleitna, slóttuga og valdagíruga stjórnmálamanns. Eina leiðin út úr þessu ófremdarástandi sé gagnger umbylting á viðhorfi okkar til stjórnmálanna. Hér verður gagnrýnu ljósi brugðið á þá mynd sem Páll dregur upp af samspili stjórnmála, fjölmiðla og almennings, og þannig leitað svara við því hvort og þá hvernig stjórnmál lúti siðgæðislögmálum. Í þessu skyni verður umfjöllun Páls sett í samhengi við nýrri rannsóknir á tengslum siðferðilegra gilda og stjórn- mála. Spurningin er þessi: Hljóta athafnir, viðhorf og skapgerðareinkenni sem eru æskileg og góð frá siðferðilegu sjónarmiði einnig að vera æskileg og góð frá sjónarhóli stjórnmála? Með öðrum orðum, hljóta stjórnmál að verða betri sem stjórnmál við það að verða siðferðilega betri? Niðurstöðum þessarar athugunar má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi gengur mál- flutningur Páls út frá vafasamri forsendu um hvað það feli í sér að líta á stjórnmál sem starfsvettvang, þ.e. að ef stjórnmál séu starfsgrein, þá lúti þau engum siðgæð- islögmálum. Andstætt þessari forsendu, þá má búast við því að það sé einmitt með því að rækta fagmennsku í stjórnmálum sem siðferði stjórnmála geti batn- að og traust aukist. Hér er það lykilatriði að fagmennska á öllum sviðum felur nauðsynlega í sér siðferðilegan þátt, sem m.a. kemur fram í því að fagstéttir skrá siðareglur sínar og hafa eftirlit með því að eftir þeim sé farið. Í öðru lagi eru markmið, gildi og dygðir í stjórnmálum mótuð af því sérstaka hlutverki sem þau þjóna, ásamt ríkjandi menningu og stjórnskipan. Rétt eins og hjá fagstéttum birtist þetta í hlutverkasiðferði sem skarast við almennt siðferði og er jafnframt skilyrt af því. Í þriðja lagi hafa viðhorf almennings mikilvæg áhrif á það hvernig stjórnmálun- um tekst til við að ná réttmætum markmiðum sínum í samræmi við viðeigandi gildi og fyrir tilstilli réttnefndra stjórnmálalegra dygða. Aðhald almennings skipt- ir hér höfuðmáli, ekki síst kröfur og raunhæfar væntingar um að stjórnmálamenn hafi heilindi og séu trúir eigin sannfæringu. Til samans þýðir þetta að stjórnmál eru vissulega ekki undanþegin siðferðileg- 7 Páll Skúlason 1987. Greinin Páls byggðist á erindi sem hann flutti á málþingi um siðferði í íslenska stjórnkerfinu sumarið 1986. Sjá einnig Páll Skúlason 1986. Hugur 2018meðoverride.indd 112 24-Jul-18 12:21:27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.