Hugur - 01.01.2018, Side 118

Hugur - 01.01.2018, Side 118
118 Sigurður Kristinsson sem þær njóta.20 Hér má einnig hafa til hliðsjónar siðferðilegar kröfur til íþrótta þar sem sanngirni og heiðarleiki eru m.a. talin nógu mikilvæg til að útheimta kostnaðarsamt eftirlit með lyfjanotkun. Þótt hver starfsgrein eða íþrótt hafi sín innri markmið og rökvísi, er fráleitt að álykta að almenn siðferðisgildi komi þeim þar með ekki við. Þessi rök benda til þess að afar hæpið sé að líta á stjórnmál sem einbera valdabaráttu. Þau benda einnig til þess að þótt litið yrði á stjórnmál sem starfsgrein væri engin sérstök hætta á að þar með yrði að kasta fyrir róða öllum hugmyndum um siðferði í stjórnmálum og ábyrgan samfélagslegan tilgang þeirra. Er þá rétt að líta svo á að stjórnmál séu starfsgrein sem lúti starfsgreinasiðferði rétt eins og blaðamennska, lögmennska og lögreglustörf ? Hér þarf að fara var- lega. Stjórnmál í lýðræðisríki geta aldrei orðið fag í þeim skilningi að krafist sé fagmenntunar og sérþekkingar á afmörkuðu sviði, því að þá gætu þau ekki þjónað því sérstaka hlutverki að leiða fram eitthvað sem kalla má almannavilja með lýð- ræðislegt umboð. Hins vegar eru með starfsgreinum og stjórnmálum í fulltrúa- lýðræði ákveðin líkindi sem snerta einmitt ástæður siðferðilegrar ábyrgðar beggja. Almenningur treystir bæði stjórnmálamönnum og fagfólki fyrir ákvörðunarvaldi og leiðsögn sem varðar mikilvæg hagsmunamál. Þetta er gert í trausti verka- skiptingar þar sem úrlausnarefnin eru mörg og enginn borgari hefur tök á því að setja sig sjálfur inn í öll þau ákvörðunarefni sem varða hans eða hennar eigin hag. Siðareglur starfsstétta eiga að stuðla að því að þær misnoti ekki þetta traust með óvönduðum vinnubrögðum, sérdrægni, mismunun, eða hvers kyns óréttvísi. Svipuð rök eiga við í tilviki stjórnmálanna; kjörnir fulltrúar verðskulda ekki traust nema þeir sýni af sér heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Þótt stjórnmál séu ekki starfsgrein í hefðbundnum skilningi, þá lúta þau engu að síður mikilvægu vinnu- siðferði. Einangrun og sjónarspil stjórnmálanna Þó svo að hér hafi verið færð rök gegn því að tengja saman viðhorfin um stjórnmál sem starfsvettvang og einbera valdabaráttu, þá taldi Páll greinilega að þau væru í reynd samtvinnuð í ríkjandi hugarfari. „Íslenskur almenningur er alvarlega leiður og vonsvikinn yfir gangi mála á vettvangi stjórnmálanna,“ sagði Páll og bætti við að höfuðvandinn stafaði af … þeim leikreglum sem hafa brennt sig inn í hugsun manna og umræðu um stjórnmál [og] byggjast á því að svið stjórnmála sé lokaður heim- ur öllum þorra almennings. […] Forsenda leikreglnanna er einangrun stjórnmálanna frá öðrum starfssviðum: sú hugmynd að þau séu ákveðið starfssvið sem þau í sjálfu sér eru ekki.21 Þarna er það þó ekki einungis hugmyndin um að stjórnmál séu starfssvið sem 20 Sjá Sigurður Kristinsson 2013 og 1993. 21 Páll Skúlason 1987: 370–371. Hugur 2018meðoverride.indd 118 24-Jul-18 12:21:27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.