Hugur - 01.01.2018, Page 125
Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? 125
Lokaorð
Mælingar sýna að Íslendingar bera lítið traust til stjórnmálamanna og svipaða
sögu er að segja í fleiri löndum. Ef til vill má hafa þetta til marks um að almenn-
ingur reikni ekki með öðru en að stjórnmálamenn stjórnist af einkahagsmunum,
blekki kjósendur, stingi hver annan í bakið og láti almenn siðferðisviðmið sem
vind um eyru þjóta. Engar töfralausnir breyta því ástandi í einni svipan, en það er
sameiginlegt verkefni borgaranna að breyta því smám saman. Mikilvægt skref í
þá átt er að sjá ekki ofsjónum yfir tvöfeldni stjórnmálamanna eða setja sig of auð-
veldlega á háan hest með ábyrgðarlausri hneykslun á framferði þeirra. Í staðinn
er mikilvægt að almennir borgarar veiti stjórnmálamönnum ábyrgt aðhald þar
sem þess er mest þörf og krefjist þess að þeir snúi ekki baki við þeim grundvallar-
sjónarmiðum sem þeir hafa lýst yfir sem sínum eigin. Við skorumst undan þessu
aðhaldshlutverki ef við teljum okkur trú um að það liggi í eðli stjórnmálanna að
spilla siðum þeirra sem þau stunda.
Heimildir
Batson, C. Daniel. 2008. Moral masquerades: experimental exploration of the nature
of moral motivation. Phenomenol. Cogn. Sci. 7, 51–66.
Gallup. 2018. Traust til stofnana. Sótt 14. maí 2018 af https://www.gallup.is/nidurstod-
ur/traust-til-stofnana/
Gebel, Anja C. 2012. Human nature and morality in the anti-corruption discourse of
Transparency International. Public Admin. Dev. 32, 109–128.
Grant, Ruth W. 1997. Hypocrisy and Integrity: Machiavelli, Rousseau, and the Ethics of
Politics. Chicago: University of Chicago Press.
Hall, Edward. 2018. Integrity in democratic politics. British Journal of Politics and
International Relations 20, 395–408.
Hollis, Martin. 1982. Dirty hands. British Journal of Political Science 12, 385–396.
Machiavelli, Niccoló. 1513/1998. Furstinn. Ásgrímur Albertsson þýddi. Reykjavík: Mál
og menning.
Markovits, Elizabeth. 2008. The Politics of Sincerity: Plato, Frank Speech, and Democratic
Judgment. University Park: Pennsylvania State University Press.
Nili, Shmuel. 2018. Integrity, personal and political. Journal of Politics 80, 428–441.
Jones, Ben. 2016. Authenticity in political discourse. Ethical Theory and Moral Practice
19, 489–504.
OECD. 2017. Trust and Public Policy: How Better Governance Can Help Rebuild Public
Trust. OECD Public Governance Reviews. París: OECD Publishing.
Páll Skúlason. 1987. Siðferði í íslenskum stjórnmálum. Pælingar (bls. 365–371). Reykja-
vík: Höfundur.
Páll Skúlason. 1986. Siðferði í íslenskum stjórnmálum. Stefnir 37, 16–18.
Páll Skúlason. 2015. Um stjórnarhætti og stjórnarskrá. Pælingar III (bls. 23–26).
Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Runciman, David. 2008. Political Hypocrisy: The Mask of Power, from Hobbes to Orwell
and Beyond. Princeton: Princeton University Press.
Sandel, Michael J. 1996. The problem with civility. Public Philosophy: Essays on Mora-
lity in Politics (bls. 54–58). Cambridge, MA.: Harvard University Press.
Hugur 2018meðoverride.indd 125 24-Jul-18 12:21:27