Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Síða 33

Andvari - 01.01.2018, Síða 33
32 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI í einni svipan – með einu sverðshöggi – hversu ágætum kostum sem sá er búinn, er sverðið mundar. Hér dugir ekkert annað en heilsteypt vinnubrögð, sem er öllu öðru þroskasamlegra. Víða erlendis hljóta stúdentar að greiða of fjár fyrir skólavist. Hér má kalla, að engin skólagjöld séu krafin. Háskólinn ætlast til þess, að þér stúdentar metið þetta við þjóðfélag yðar með þeim hætti, að þér leggið yður alla fram við nám yðar þegar frá upphafi námsferils yðar. – Á þessum fagnaðardegi í lífi yðar, ungu stúdentar, er ástæða til að minnast þeirrar gleði, sem framundan er á þessu dásamlega skeiði lífs yðar, sem nú tekur við […]. Ég vona, að hin sanna gleði, sem öðlast svörun og fyllingu við samvistir við góða félaga, megi ávallt skipa mikið rúm í skaphöfn yðar og persónuleika. En við gleðskap og kæti bið ég yður að minnast gamals stefs úr íslensku þjóðlagi: „Svo skulum við til gleðinnar gá / að góðu engu týni.“ 19 Margur vandi blasti við stjórnendum Háskólans á rektorsárum Ármanns Snævarr, en þar vó fjárskortur einna þyngst – eins og fyrr og síðar. Buldi þetta mjög á Ármanni, þeim stórhuga manni, sem barð- ist af fremsta mætti fyrir viðgangi og eflingu stofnunarinnar. Þetta verður meðal annars ljóst, er lesin eru eftirfarandi ummæli hans við skólasetningu haustið 1968, undir lok rektorstíðar hans: Vegna eftirspurnar eftir háskólamenntun og vegna þjóðfélagsþarfa ber brýna nauðsyn til þess, að menntunarleiðir hér við Háskólann verði stórauknar, en að öðrum kosti verði stúdentum gert kleift að sækja háskólamenntun til annarra landa með auknu þjóðfélagslegu liðsinni við þá. Þessa valkosti verður að virða í hverju einstöku tilviki, og það er alls ekki alltaf, að rétt sé að leysa vandann með því að stofna til kennslu hér við Háskólann. Í sumum greinum hagar t.d. svo til, að eftirspurn eftir háskólamenntun í grein er nánast fullnægt, þegar tiltölulega mjög fáir menn hafa hlotið menntun í greininni. Í öðrum tilvikum er ekki kostur á tækjum eða mannafla til að halda uppi háskólakennslu í grein svo að forsvaranlegt sé, eða kennsla verður svo dýr, að ætla verður, að okkur sé ofviða að stofna til hennar. En það þolir enga bið að taka heildstætt afstöðu til þessara miklu vandamála, og verða háskóladeildir, háskólaráð og háskóla- nefnd að taka vel á næstu mánuðina […]. Við verðum einnig, Háskólans menn, að gera stórauknar kröfur til okkar sjálfra, leggja okkur í líma um bættar kennsluaðferðir, sem vafalaust standa í mörgum tilvikum mjög til bóta, og leggja m.a. til í auknum mæli kennslugögn og stuðla að frjórri og lífrænni kennslu með aukinn kost kennslutækja að bakhjarli. Fyrirlestraformið er hér enn miklu fyrirferðarmeira en góðu hófi gegnir – og hér skortir mjög seminaræfingar og ýmsar verklegar æfingar. […] Rannsóknirnar eru þó sá þáttur í starfsemi Háskólans, sem ég hefi þrátt fyrir allt enn meiri áhyggjur af en kennslunni. Ef skóli er ekki rannsóknarstofnun, er hann ekki háskóli nema í orði kveðnu. Rannsóknaraðstaða hér við Háskólann er mjög örðug í flestum greinum. Við verðum að horfast í augu við þann raunsanna vanda. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.