Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 43

Andvari - 01.01.2018, Page 43
42 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI Guðfræðideild (í kirkjurétti), og fræðistörf sín lagði hann síður en svo á hilluna þótt annríki væri mikið í réttinum. Greinarhöfundur hefur upplýsingar um það frá fólki, sem var Ármanni samtíða í réttinum, að hann var ljúfur í samskiptum við samstarfsmenn og hjálpsamur við nýliða í réttinum jafnt sem aðra. Þáverandi forseti Hæstaréttar, Ingibjörg Benediktsdóttir, segir meðal annars í Heiðursriti Ármanns 2010: „Ármann bar ávallt hag Hæsta- réttar og dómara, sem við hann hafa starfað, fyrir brjósti, hvatti þá til dáða og studdi til góðra verka, enda hafði hann kennt mörgum þeirra við Lagadeildina.“22 Í margnefndri minningarræðu sinni segir sóknarpresturinn meðal annars: „Fyrr og síðar talaði Ármann um ábyrgð þess að dæma og tók nærri sér að fella hina endanlegu dóma. Hann gekkst við ábyrgðinni, var verkefninu og vandanum vaxinn. Lögfræðiþekking og elja hans nýttist fullkomlega.“23 Ólafur Börkur Þor valdsson, héraðsdómari og síðar hæstaréttardómari, hafði góð sam- skipti við Ármann eftir að hinn síðarnefndi hafði látið af dómaraemb- ætti sínu. Hann segir í minningargrein: „[Það] kom fyrir að hann gaf sér tíma að hringja í mig, ungan héraðsdómarann í sveitinni, og tala um einhvern dóm, sem ég hafði kveðið upp. Skömmu eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt boðaði Ármann mig svo á sinn fund. Áttum við langt samtal um menn og málefni. Af sinni velvild upp- fræddi hann mig um reynslu sína, brýndi mig til verka og sagði mér hvað í raun þýddi að vera maður en jafnframt dómari við Hæstarétt Íslands. Það samtal hefur reynst mér mikils virði. Fyrir allt þetta ber að þakka.“ 24 Vitað er, enda staðfest af ýmsum, að hann átti erfitt með að dæma „ógæfumenn“, sem svo kallast, enda hafði hann drukkið í sig þá af- stöðu með móðurmjólkinni, ef svo má að orði komast, að ógæfumenn- irnir hefðu tilfinningar eins og annað fólk og ættu sínar vonir og þrár.25 Guðrún Erlendsdóttir, sem var samdómari Ármanns í Hæstarétti um hríð, sagði greinarhöfundi, að augljóst hafi verið, hvað Ármann tók nærri sér að dæma ungt fólk til refsingar og hafi hann iðulega talað um, hvaða áhrif dómurinn gæti haft á framtíð þessa fólks, sem yrði að bera áfellisdóminn á herðum sér alla tíð. Þannig fylgdi mennskan Ármanni ævinlega og á öllum sviðum, einnig í dómarastörfunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.