Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 74

Andvari - 01.01.2018, Page 74
ANDVARI SJÁLFBÆRT FÓLK? 73 sónum sögunnar. Myndin sem hann dregur upp er ídyllísk. Náttúran er í fullkomnu jafnvægi, sauðkindin er hluti af náttúrunni en hún er ekki ein eða miðlæg, sögumaður sér líka ána, sem hann kennir við silungana sem lifa í henni, og hann sér fuglana á vatninu. Eftir að Bjartur birtist breytist sjónbeiningin og við sjáum nú umhverf- ið að nokkru leyti með augum hans. Hann „rennir augum yfir dal sinn“, er truflaður af tíkinni Títlu og í miðjum heimspekilegum vangaveltum um tengsl manns og hunds beygir hann sig niður að jörðinni: … og þreifar um mýrarkólfinn með digrum fíngrum sínum og mælir hann á fíngrum sér, slítur upp kólf úr keldu og þurkar leirinn af á buxunum sínum og stíngur honum uppí sig einsog sauðkind, og hugsar meðan hann tyggur, og fer að hugsa eins og sauðkind. Þetta er ramt á bragðið, en hann spýtir ekki, hann smjattar á því og finnur rótarbragðið í koki sér, þetta hefur bjargað mörgu lífi eftir lángan vetur og lítil hey, það er eitthvert hunáng í því þó það sé ramt fyrir smekkinn. Það er nefnilega þessi kólfur í veitunni sem gefur sauðkindinni líf á vorin; og sauðkindin gefur mannkindinni líf á haustin. Og maðurinn heldur áfram að tala um þennan kólf og rugla honum saman við heimspekina með mörgum tilbrigðum, uns hann er kominn heim í stekkjartúnið. (15) Þegar Bjartur skoðar umhverfi sitt sést glöggt hversu sýn hans á landið er ólík sýn sögumannsins. Hann horfir á einstaka hluta náttúrunnar, ekki heild- armyndina, og allt sem ber fyrir augu hans dæmir hann út frá nytsemi þess. Við fyrstu sýn mætti ætla að hér birtust margumtöluð tengsl Bjarts við nátt- úruna. Hann lýsir hringrás náttúrunnar sem felst í því að sauðkindin lifir af veturinn og gefur manninum líf með því að gefa sitt eigið. En það kemur fljótt á daginn að þessi hringrás mannkindar og sauðkindar er ekki milliliða- laus, til að hún gangi sinn gang þarf að koma til milliganga kaupmannsins. Sögumaður lýsir bæjarlæknum tilvonandi á ljóðrænan hátt. Þegar Bjartur tekur til máls hefur lækurinn hins vegar eignast annað hlutverk en að syngja sitt káta lag: Það var sérstakur tónn í hverri bugðu, en hann hafði aungvan dimman tón, hann var kátur og ljóðelskur einsog æskan, en samt með ýmsum streingjum, og spilaði sína tóna án þess að skeyta um áheyrendur, og stóð á sama þótt einginn heyrði til hans í hundrað ár, einsog hið sanna skáld. Maðurinn rannsakaði þetta gaumgæfilega, staðnæmdist við efri fossinn og sagði: hér má skólpa úr sokkaplöggum; við neðri fossinn og sagði: hér má leggja í bleyti saltsoðníngu. (17) Það má auðvitað deila um verksvit Bjarts þegar kemur að sokkaþvotti og útvötnun saltfisks; það væri sennilega hreinlegra að skola úr sokkunum neðan við saltfiskinn, en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að Bjartur lítur á landið með augum bóndans, ekki skáldsins, nytsemin er honum efst í huga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.