Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 9
9
ur. En aldrei breytir maðurinn eða öllu heldur vilji hans
af fullkomnu orsakaleysi, enda væri þá ekki rétt að gera
siðferðilega ábyrgð gildandi á hendur manninum fyrir
það, sem vilji hans hefði gert, né heldur hegna mannin-
um, ef hann fengi ekkert við viljann ráðið. Viljinn væri þá
einskonar guð eða djöfull, öllu óháður, og færi allt eftir
því, hvernig hann sjálfur væri innrættur. Þessari kenningu
verða menn annaðhvort að játa eða neita afdráttarlaust.
Þá er komið að nauðhyggjunni og tveim aðaltegund-
um hennar í trú og vísindum.
í trúarbrögðunum er ýmist litið svo á, sem orsakasam-
hengið sé svo laust, að því megi breyta á hverri stund,
sem beiðandinn æskir þess, honum eða hans nánustu 1
vil; því að annars væru menn ekki að biðja guði sína og
ákalla; eða það er talið svo fast og ósveigjanlegt, að þar
verði engu um þokað. I fyrra fallinu fer það eftir geð-
þótta guðanna, hverj u fram vindur, og verður auðvitað
engin regla um það gefin; en í síðara fallinu er allt fyr-
irfram ákveðið eða fyrirhugað og þar kemur forlagatrú-
in til álita.
Forlagatrúin (fatalismus) er ein tegund nauð-
hyggju og kveður mikið að henni í ýmsum trúarbrögðum,
æðri sem lægri, trúarbrögðum Grikkja og Eómverja,
Ásatrú, Múhameðstrú og jafnvel í sumum kirkjudeildum
kristninnar, eins og t. d. Kalvínstrú. Jafnvel í hverri
þeirri trú, þar sem einn guð er talinn skapari himins
og jarðar, virðist hann valdur að og því bera ábyrgð á
öllu sköpunarverkinu og því, sem það hefir í för með sér.
Það stappar nærri fullkomnu skilningsleysi, að menn skuli
ekki sjá það, að sé guð talinn höfundur alls, þá er hann
líka höfundur hins illa og ófullkomna. Og hafi hann fyr-
irhugað suma menn til eilífrar sælu og suma til eilífrar
vansælu, eins og kennt er í Kalvínstrú, þá er honum ein-
um og um að kenna. Hitt er þó miklu alvarlegra, að slík
trú girðir fyrir alla siðferðilega viðleitni, því að sé allt
fyrirfram ákveðið frá upphafi vega, þá erum vér menn-
irnir ekki annað en peð á taflborði tilverunnar, sem skák-
að er fram af höfundi hennar. Og lítið bætir það úr