Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 10
10
skák, þótt því sé trúað, að taflið fari fram milli guðs og
andskotans, ef maðurinn á ekki sjálfur að hafa neitt sjálf-
stæði og siðferðilega ábyrgð til að bera, ef hann sjálfur
á ekki að geta valið né hafnað. Sé hann annaðhvort guðs
útvalið ker eða ker reiðinnar, þá stendur á litlu, hvað
hann segir sjálfur eða gerir. Hann er þá aðeins leikfang,
peð í höndum æðri máttar, og því gerir slík andleg nauð-
hyggja sjálfræði hans og siðferðilega ábyrgð að engu.
Þá er hin tegund nauðhyggjunnar, hin vísindalega
nauðhyggja, sem mest hefir borið á síðustu þrjár aldirn-
ar. Hún heldur því fram, að hið vélræna orsakasamhengi
náttúrunnar (mekaniskur determinismus) hafi valdið öllu
og knýi það áfram af blindri eðlisnauðsyn. Þar er því
maðurinn og viljalíf hans orðið að nokkurs konar vélbrúðu,
sem háð er ytri og innri orsökum og hefir því ekkert
af sjálfum sér, en heimsrásin á hinn bóginn svo fastákveð-
in, að reikna ætti að mega út fyrirfram, eins og hinir
frönsku vísindamenn Laplace og Ampére fullyrtu,
hvernig ástand heimsins yrði eftir ár og aldir, ef þeir
aðeins vissu nákvæmlega, hvernig það væri nú. Laplace
gat fullyrt þetta með nokkrum rétti, þar sem hann aðal-
lega átti við göngu himintunglanna, sem lítil eða engin
breyting verður á, en Ampére síður, þar sem hann átti
við hið fýsisk-kemiska samband efniseindanna, sem hann
alls ekki gat þekkt út í æsar. En hvortveggja byggðu
þessa fullyrðingu á þeirri staðhæfingu, að sömu orsakir
hefðu jafnan sömu verkanir. En sé svo, þá furðar mann
mest á því, hvernig nokkuð nýtt skuli geta orðið til í
heiminum.
Fram á milli þessara tveggja kenninga, fríhyggju og
nauðhyggju, hefir nú á síðari tímum þriðja kenningin,
hin svonefnda sjálfræðiskenning (autoboulia) skot-
ið sér, sú kenning, að manninum geti orðið nokkuð sjálf-
rátt um breytni sína. Hún hvílir á þeim óhrekjanlegu
staðreyndum, að maðurinn hefir nokkra eigin orku til að
bera, er hann getur andæft með utan að komandi áhrifum,
að hann eftir því, sem hann vex bæði að viti og þekkingu,
getur eygt og þar af leiðandi valið á milli æ fleiri og