Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 11
11
fleiri möguleika, og að hann, eftir því sem tækni hans
og starfsháttum fer fram, getur komið æ meiru og meiru
í framkvæmd af því, sem hann kann að hugsa sér og vilja
koma í verk. En hvernig ætti þetta að geta átt sér stað,
ef í heiminum ríkti annaðhvort fullkomið orsakaleysi, eða
þá hitt, að vélræn orsakanauðsyn ríkti í öllum hlutum?
Því hlýtur önnurhvor eða báðar þessar kenningar að vera
að einhverju leyti skakkar eða með öllu tilhæfulausar.
Svona standa þá tvær kenningar hvor á móti annarri,
en þriðja kenningin fullyrðir, að að minnsta kosti mað-
urinn hafi nokkurt sjálfræði, valfrelsi og mátt til þess
bæði að skapa sér nýjar hugsjónir og að koma þeim í
framkvæmd. Og þessu verður ekki neitað. En þá hlýtur
að vera meira en lítið bogið við hinar kenningarnar, og
fyrir það verðum vér nú að reyna að grafast.
Þótt undarlegt megi virðast, þá verðum vér til þess að
geta leyst úr þessum vanda, að reyna að skyggnast nið-
ur í neðstu grunna tilverunnar, til þess að sjá, hvort hún
sjálf sé laus eða bundin eða á hverfanda hveli, því að
eftir því fer sennilega það, hvað hún muni geta leyft
oss börnum sínum síðar. Vér verðum því að reyna að
skyggnast niður í undirheima orku og efnis til þess að
geta gert oss í hugarlund, hvers eðlis orsakasamhengið
er, og að hve mildu eða litlu leyti tilveran leyfir sér
nokkrar nýjungar. Þá verðum vér og að gera oss grein
fyrir, hvernig orsakasamhenginu muni vera farið á hin-
um öðrum, og að vissu leyti þekktari, sviðum tilverunnar,
í ríki hinnar svonefndu ólífrænu náttúru, í ríki hinna lif-
andi vera og loks í ríki hinna skyni og skynsemi gæddu
vera. Oss leikur sem sé nokkur grunur á, að orsakasam-
hengið sé ekki alstaðar hið sama, og að það verði nokk-
uð á annan veg, eftir því sem ofar dregur, eða að svo-
nefnt vélrænt, vefrænt og vitrænt orsakasamhengi sé til.
Það mun nú þykja djarft að ætla að gera grein fyrir
svo miklu efni í svo stuttu máli, sem hér er kostur á. Og
skal fúslega við það kannazt. En á hinn bóginn skal að-
eins lauslega vikið að því í rannsóknum síðari ára og ára-
tuga, er svo mjög hefir breytt viðhorfi manna við til-