Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 14
14
1903 létu þeir Rutherford og Soddy þaS boð út ganga frá
Montreal í Kanada, að þyngsta frumefnið, uranium, og
raunar önnur geislandi efni eins og aktinium, thorium,
jónium og radium, smábreyttust fyrir útgeislan sína úr
einu efni í annað, þangað til komið væri niður í óvirkt
blý.
Fimm árum síðar kom Rutherford sjálfur fram með
frumeindakenning sína. Efniseindirnar væru ekki gagn-
þéttar, eins og menn áður höfðu haldið, og alls ekki fyllt-
ar efni því, er þær væru kenndar við, heldur væru þær
að mestu innantómar með pósitívt hlöðnum kjarna
(proton) og einni eða fleiri rafeindum (elektronum), er
flygju umhverfis kjarnann í misvíðum brautum. Það
mætti því líkja hverri frumeind við eilítið sólkerfi, þar
sem kjarninn táknaði sólina, en rafeindirnar fleiri eða
færri reikistjörnur umhverfis, er á flugi sínu mynduðu
hina hörðu skel umhverfis kjarnann. Með þessu var fót-
um kippt undan þeirri staðhæfingu, að frumeindir efn-
anna væru gagnþéttar, og raunar líka undan sjálfri efnis-
hyggjunni, því að með tilraunum þeirra Rutherfords og
Soddy var sýnt, að hinar pósitívu og negatívu rafeindir
voru undirstaða efnisins, og að það sjálft var bæði breyti-
legt og uppleysanlegt.
Loks var með afstæðiskenningu Einsteins alveg ný
heimsskoðun að ryðja sér til rúms. Newton hafði á sinni
tíð gert ráð fyrir algildum tíma og rúmi og einhverjum
föstum punkti, er unnt væri að miða við einhversstaðar
úti á milli svonefndra „fastastjarna“. En nú kom Ein-
stein og fullyrti, að ekkert algilt rúm eða tími væri til,
heldur væri allt á hverfanda hveli og hvað öðru afstætt,
og sjálfir virtumst vér búa í fervíðu tímarúmi, þar sem
tíminn myndaði fjórðu víddina. Vér getum hugsað oss
sjálfa oss og alla hluti sem líkami í þrívíðu rúmi, en í
oss og öllum hlutum öðrum streymir rás tímans eða
framvinda orkunnar og með hinum aðvífandi atvikum,
er vér nefnum orkuskammta, ýtir hún öllu áfram smátt
og smátt, þó ekki þannig, að sömu orsakir hafi jafnan