Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 20
20
Síðan menn fundu rafeindirnar og orkuskammtana
(kvanta) og aðferðir til þess að uppgötva og jafnvel að
telja hinar einstöku frumeindir, hefir vísindamönnum tek-
izt að athuga háttsemi einstakra frumeinda. Og hér hafa
menn með tilraunum fundið ótvíræðar sannanir fyrir því,
að þessi fyrirbrigði fylgja lögmálum sennileikans, en þar
er jafn örðugt að segja fyrir um, hvað upp kemur, eins
og þegar mynt er varpað á gólf. En jafnskjótt og vér fá-
umst við mikinn fjölda slíkra frumeinda, má segja eittvað
ákveðið fyrir um háttsemi allrar heildarinnar af meðal-
háttsemi hinna einstöku fyrirbæra, og lítur þá svo út, sem
þessu sé stjórnað af lögmálinu um orsök og verkun.
Eins og til eru tvær tegundir eðlisfræði, hin eldri eðlis-
fræði og hin nýrri, kvanta-eðlisfræöin, sem nú um tuttugu
og fimm ára skeið hafa reynzt ósamrýmanlegar, þannig
verðum vér nú að viðurkenna tvær tegundir fyrirbæra.
Fyrst þau, þar sem háttsemi heildarinnar er ákveðin af
meðalháttsemi hinna einstöku hluta hennar; og í öðru lagi
þau, þar sem eitthvert einstakt og sérstakt atvik á sér stað,
(er orsakazt getur af útlausn eins einasta orkuskammts)
og getur þó haft stórfelldar afleiðingar í för með sér, svo
að háttsemi allrar heildarinnar hvílir þá á einhverju því, er
mjög lítils gætti í fyrstu. Hina fyrri tegund fyrirbæra vildi
ég mega nefna „samhverf fyrirbæri“ (convergent
phenomena), af því að allar hinar mismunandi smásveiflur
einstakra frumeinda hverfa inn í meðallagið, meðalhátt-
semina, og hafa í för með sér afleiðingar, er hníga að á-
kveðnu ástandi. En hina aðra tegund fyrirbæra getum vér
nefnt „fráhverf fyrirbæri" (divergent phenomena),
þar sem sívaxandi afleiðingar leiðir af litlu tilefni. Getum
vér þá yfirleitt sagt, að hin eldri eðlisfræði eigi sæmilega
vel við öll samhverf fyrirbæri og komi allvel heim við hinar
eldri hugmyndir manna um orsök og verkun. Aftur á móti
megi frekar skilja hin fráhverfu fyrirbæri á grundvelli
kvanta-kenningar hinnar nýrri eðlisfræði.
Ég skal nú nefna nokkur dæmi fráhverfra fyrirbæra.
Hinar undraverðu þokuhylkis-tilraunir C. T. R. Wilson’s
sýna, að ein einasta hraðfleyg rafeind eða alphaeind, flog-