Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 22
22
þau, sem af því hlutust í verksmiðjunni; þrumuveður og
skýstróka; áhrif X-geisla á arfgjafakerfið, er haft geta í
för með sér myndun nýrra tegunda jurta og dýra; hugs-
anir einstakra manna, er valdið geta aldahvörfum í heim-
inum, kreppur, hrun o. fl. Allt virðist þetta bera vitni
þess, að ófyrirsjáanlegt lítið atvik geti valdið hinum stór-
felldustu breytingum frá því, sem áður var, og því skýrt
allar meiri háttar breytingar á heimsrásinni, það sem hið
gamla orsakalögmál aldrei gat gert.
Með þessu er varpað alveg nýju ljósi yfir það, sem nefnt
hefir verið „orsök“ og „hending“. Orsakir eru þau sam-
hverfu fyrirbæri nefnd, er hafa einhverjar venjulegar
afleiðingar í för með sér og kippir jafnan til einhvers
meðallags eða reglu; enhendingin stafar jafnan af ein-
hverju ófyrirsjáanlegu-fráhverfu fyrirbæri, sem engri
reglu hlýðir, en getur þó haft hin óútreiknanlegustu eftir-
köst í för með sér.
Aðalkosturinn við þenna skýringarmáta er sá, að vér
skiljum nú betur hið venjulega orsakasamhengi, er
jafnan leitar til einhvers jafnvægis eða meðallags, og einn-
ig hendinguna, undantekninguna eða nýungina, sem er
frávik frá því venjulega, en hefir þó sínar ófyrirséðu or-
sakir. Því að allt hefir sínar orsakir—ex nihilo nikil fit—,
þótt þær kunni að vera lítt sjáanlegar í fyrstu. Smugan
á flóðgarðinum er í fyrstu lítil og lítt sjáanleg, en hún get-
ur að lokum sundrað honum öllum. —
Þannig horfir þá málið við frá sjónarmiði vísindanna, að
bæði nauðhyggja og fríhyggja eru að hverfa úr sögunni,
en sennileika-kenningin að koma í þeirra stað. Má heita,
að menn séu góðu bættir með þessari nýju kenningu, því
að tilveran virðist nú ekki lengur jafn-einstrengingslega
ákvörðuð og menn áður hugðu, né heldur jafn-handahófs-
leg og fríviljamenn vildu gera hana. En hvers eðlis er þá
sjálft orsakasamhengið ? Og er ekki nokkur ástæða til að
ætla, að það breytist nokkuð frá einu tilverusviði til ann-
ars? —