Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 26
26
VI. HIÐ VÉLRÆNA ORSAKASAMHENGI.
Á sviði hinnar lífvana náttúru gera menn jafnaðarleg-
ast ráð fyrir því, að ekkert verði til af engu og að ekkert
verði að engu, verkunin jafngildi því að einhverju eða öllu
leyti orsökinni. I efnafræðinni gera menn t. d. ráð fyrir,
að sömu frumefni séu til staðar fyrir og eftir efnabreyt-
ingarnar; þau hafi aðeins skipað sér öðru vísi niður og
myndað önnur sambönd en áður; því er þessum efnabreyt-
ingum lýst í jöfnum, sem eiga að sýna og sanna lög-
málið um viðhald efnisins. Á svipaðan hátt er í
eðlisfræðinni jafnan leitazt við að sýna fram á, að þótt
ein mynd orkunnar hverfi sjónum, þá snúist hún jafnan
upp í aðra orkumynd eða -myndir, eina eða fleiri, er jafn-
gildi henni, og sanni það lögmálið um viðhald ork-
unnar. Þannig á hvorki efni né orka að geta farizt eða
orðið að engu. Aðeins í einu tilliti er útkoman venjulegast
neikvæð, nefnilega þar, sem um hitaframleiðslu er að ræða,
því að hitinn dreifir sér og jafnar sig og verður fyrir
bragðið að ónýtilegri orku. En þetta ákveður líka örlög
allrar tilverunnar. Þótt orkan haldist við í orði kveðnu,
fer hin ónýtilega orka dagvaxandi. Sólirnar eyða svo og
svo miklu af efni sínu í geislaorku og mikið af henni snýst
upp í ónýtilega hitaorku og stefnir tilveran í heild sinni því
að aldeyðu eða helkróknun.
En vísindin reyna einnig að sjá við þessum leka og setja
undir hann með því að orða þriðja lögmálið, sem á að vera
nokkurs konar alheimslögmál, og er orðað á þá leið, að
ákveðinn massi efnis leysist upp í ákveðna upp-
hæð geislaorku. Nú er það vitað, að sól vor eyðir um
það bil 250 milljónum tonna efnis á hverri mínútu í út-
geislan sína, og aðrar sólir himingeimsins eyða álíka miklu
í hlutfalli við massa sinn og stærð. Af þessu leiðir, að sól-
irnar eru að smáeyðast að efni, en af því leiðir aftur, að
heimskerfið smáþenst út, reikistjörnur og sólir, sólhverfi
og þyrilþokur eru að smáfjarlægjast hver aðra og jafn-
framt gætir hitans æ minna og minna. Hann dreifir sér og
jafnar sig og verður að ónýtilegri orku. Samt eiga sólir