Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 29
29
viðhalda sjálfum sér, starfa, hrörna og deyja, en ekkert
slíkt á sér stað í hinum ólífræna heimi.
Enginn veit enn, hvernig lífið er til orðið á þessari
jörð, en sennilega er það til orðið í mörgum áföngum.
Fyrst hafa lífræn kolefnissambönd orðið til í hinum volgu
höfum á frumöldum jarðar. Og einhversstaðar hefi ég
tæpt á því, að þegar fyrsta lífræna efnasambandið, sem
gat endurnýjað sjálft sig, jafnóðum og það leystist upp,
varð til, hafi lífið í frumlegustu mynd sinni verið orðið
til. Því að lífið er sífelldur reipdráttur milli upphrófs og
niðurrifs, íholdgunar og úrholdgunar.Þó er langt bil á milli
lífrænna (organiskra) efnasambanda og vefrænna (or-
ganiseraðra) lifandi vera. Því er alls ekki sagt, að þótt
unnt sé að búa til lífræn efnasambönd, eitt eða fleiri, eins
og nú á sér stað, að menn geti um leið eða upp úr því
búið til lifandi veru, hversu frumstæð sem hún kynni að
vera. Millistigið milli lifandi og dauðs gætu t. d. virus-
tegundirnar verið. Lífsgátan á því sennilega enn langt í
land til endanlegrar úrlausnar; en einhverntíma og ein-
hvers staðar eru lífverurnar þó í fyrstu til orðnar og þá
sjálfsagt með alveg eðlilegum hætti.
En hvernig sem lífverurnar eru í fyrstu til orðnar, þá
hafa hin flóknu lífefnasambönd, sem verða til innan lík-
amans og starfshættir þeirra myndað all-verulegt frávik
frá starfsháttum hinna venjulegu efnasambanda utan
líkamans. Enginn veit enn, hvernig eggjahvítusambönd-
in starfa. Enn meira frávik frá því venjulega hefir það
verið, þegar fyrstu lífverurnar, sem gátu endurnærzt,
æxlazt og margfaldazt, urðu til. En þetta eru, eins og
menn vita, helztu einkenni þeirra, helztu starfshættir
þeirra, sem ekki virðist votta fyrir hjá ólífrænum, dauð-
um hlutum.
En þótt mikið djúp virðist staðfest milli dauðra hluta
og lifandi, megum vér ekki láta oss sjást yfir það, sem
þeim svipar í hvorum til annars. Hver einstök frumeind
er harðsnúinn einstaklingur (individuum) líkt og lífver-
an. Hún hefir kjarna og umfrymi líkt og líffruman
(cellan). Hún getur tileinkað sér eina eða fleiri rafeind-