Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 30
30
ir, sem hana skortir, líkt og fruman dregur til sín nær-
ingarefni, og hún getur skotið þeim frá sér, líkt og frum-
an úrgangsefnum sínum. Hún getur og tengzt öðrum
frumeindum og starfað með þeim, líkt og fruman getur
tengzt öðrum frumum og hafið samstarf við þær. En
frumeindin getur ekki vaxið og dafnað, heldur aðeins
þanizt út og dregizt saman, og hún getur alls ekki getið
af sér aðra samskonar einstaklinga, eins og lífveran ger-
ir. Leyndardómar lífs og efnis virðast liggja í kjörnum
þeirra hvors um sig. Eins og kjarni frumeindarinnar á-
kveður gerð hennar og þyngd, þannig virðist kjarni líf-
frumunnar ákveða líkamsskapnað, gerð og öll eðlisein-
kenni lífverunnar. En lífverurnar einar geta fæðst, þró-
azt og dáið.
Nú segir líffræðin, að allt, sem lífs er, komi úr eggi,
og er það hið fyrra höfuðlögmál hennar; en hitt er það,
að hvað geti sér líkt, og að þróunarferill einstaklings-
ins sé stytt og ógreinileg endurtekning á þróunarferli
allrar tegundarinnar. En hvað veldur þessu? Ættfrymi
beggja foreldranna og arfgjafar þeirra (genes). Ein-
staklingarnir spretta upp af ættfrymum beggja foreldra
sinna eins og laukar úr grasi, en það, sem ræður lík-
amslögun þeirra og vefjargreiningu, er hinn svonefndi
skipulagi eða vaxtardepill.
Einhver hin mesta uppgötvun síðari tíma í líffræð-
inni eru athuganir þeirra Spemanns og félaga hans á
froskeggjum og tilraunir þeirra með hinn svonefnda
skipulaga (Organisationscentrum) og áhrif hans á
myndun fóstursins og sköpulag.1) 1 þeim hvelmyndaða
frumuhnoðra, er vembill nefnist, inn af og upp af svo-
nefndri vembilvör, hefjast á vissum stað út frá svonefnd-
um vaxtardepli eða skipulaga skipuleggjandi áhrif, er
stafa fyrst til næstliggjandi fruma og síðan hverrar af
annarri. Valda þau bæði vefjargreiningu ungfrumanna
í ýmsa sérgreinda vefi og myndun hinna ýmsu líf-
1) H. Spemann: Uber die Determination der ersten Organanlagen
des Amphibien Embryos, Archiv fur Entwicklungsmechanik, 1918,
bls. 448—555. Sbr. Alm. sálarfræði, bls. 153.