Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 31
31
færa, svo sem frumgarnar, frumdrátta að hrygg, hrygg-
mænu og heila og ýmissa skyn- og hreyfifæra; en öll
mynda líffæri þessi til samans líkama þeirrar tegundar,
sem frjóeggið stafar frá. Má því segja, að hér fari fram
sköpun eða öllu heldur endursköpun (reproduktion)
þeirrar lífsmyndar, sem áður var til, þó með þeim b'reyt-
ingum, sem tenging og samstarf tveggja ættfryma kunna
að hafa valdið.
Rætist hér það, sem Aristoteles sagði fyrir endur fyrir
löngu, að í líkama hverrar lifandi veru væri eitthvað form
eða innanmið (entelecheia), er fóstrið færi eftir óafvitandi
og ósjálfrátt í þróun sinni. Um frjóeggið og þróun þess
í móðurlífi mætti því segja, að orsökin gæti af sér verk-
anina: Causa concipit effectum.
Þetta eina dæmi sýnir, hversu gerólíkt hið vefræna
orsakasamhengi virðist vera hinu vélræna, því að hvergi
í ríki hinnar lífvana náttúru finnum vér neitt svipað þessu.
Þótt vér drögum dæmi af því, sem liggur einna næst þessu,
myndun krystalla í kældum vökva, þá er þar aðeins um
vélrænar ytri viðbætur að ræða og sífellda endurtekn-
ingu á því sama upp aftur og aftur, og steinn er steinn.
En hér er um sköpun og vefrænan vöxt innan frá að
ræða með sífelldum breytingum, er ýmist lýsa sér sem
tilvik til meðallags eða frávik frá meðallagi.
Það, sem vér nefnum erfðir, eru þessi tilvik eða frávik
frá meðallagi. En hvort er þá tíðara í þessari sköpun fóst-
ursins, tilvik eða frávik? Það er erfitt að svara þessari
spurningu, og aðeins á einu sviði erfðarannsóknanna, um
gáfnafar manna, hafa verið gerðar nægilega margar til-
raunir til þess, að unnt sé að svara henni með nokkurri
vissu. En samkvæmt þeim má segja að tilvikin til meðal-
lags séu lang-tíðust, en frávikin og hin fráhverfu fyrirbæri
tiltölulega sjaldgæf. Ef draga má dæmi af „meðfæddum
gáfum“, þá sýna gáfnaprófin yfirleitt, að flest velgefin
°g mjög vel gefin börn eru í báðum miðflokkunum og
því næst meðallagi, 30+30=60%, tornæm börn og bráð-
gáfuð sitt til hvorrar handar þessu, 14+14=28%, vangef-
in börn og ágætlega gefin, 5+5=10%, en yztu frávikin,