Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 35
35
dýrum, er þau lifa á, og eins af maka sínum og ungum,
svo og staðnum, sem þau lifa á. Bera þau meiri eða minni
kennsl á þetta fyrir síendurtekna skynjun. Loks kemur
endurminningin til skjalanna hjá hinum æðstu dýrum
með greinilegum hugmyndum um takmarkið fyrir breytni
þeirra, og að síðustu vitræn hugsun um takmark og tæki
hjá manninum. En á þessu sést, hvernig hin blinda eðlis-
hvöt verður smám saman skyni gædd, og hvernig hún, er
hún fer að endurtaka sig, verður að hugarhvöt, að fýsn
með hugmynd um takmarkið, og loks hjá manninum að vit-
rænni hugð með hugmynd bæði um takmark og tæki.
Tilgangsstarfsemi mannsins er því fólgin, að hann set-
ur sér fyrst eitthvert markmið hið innra með sjálfum sér,
og mætti vel nefna það hið andlega innanmið
hans (entelecheia), á meðan hann ber það með sjáifum
sér. En er til framkvæmdanna kemur, verður það að u t-
anmiði hans (ektelecheia), er hann skýtur fram fyr-
ir sig sem markmiði fyrir verknaði sínum og framkvæmd-
um. Til undirbúnings framkvæmdunum fer jafnaðarleg-
ast íhugunin. Leggur maðurinn þá allt sem bezt niður
fyrir sér, býr til áætlun um eða uppdrátt að verkinu og
reynir að sjá um, að hin réttu tæki (hinar réttu orsakir) séu
til taks til að framkvæma verkið. Sjálf framkvæmd-
i n er í því fólgin að tengja tækin (orsakirnar) á þann
veg, að takmarkinu verði náð, árangurinn verði sá, sem
til er ætlazt. Er þá það, sem gerir hugsjón mannsins að
veruleika, nefnt verknaður eða v i n n a. Ýmist
vinnur maðurinn einn að markmiði sínu eða í félagi við
aðra eða fyrir milligöngu manna og véla. Þegar svo er á-
statt, verða vélarnar og vélasamstæðurnar að vera svo
vel samstilltar, að ein taki réttilega við af annarri, og
engin mistök eða undanbrögð mega eiga sér stað meðal
umsjónarmanna vélanna, áður en lokaárangrinum er náð.
Þetta sýnir betur en nokkuð annað, hversu vel samstillt
hið vitræna, vefræna og vélræna orsakasamhengi þarf að
vera, til þess að hinum æskilcgasta árangri verði náð. Al'it
verður að fara fram með því nær vélrænni vissu og ná-
kvæmni, til þess að árangurinn verði sem beztur.
3*