Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 36
36
Ekki þarf langrar umhugsunar við til þess að gera sér
ljóst, hvers eðlis hið vitræna orsakasamhengi sé og í hverju
það sé frábrugðið hinu vélræna og vefræna samhengi. Að-
aleinkenni þess er það, að maðurinn finnur upp og setur
sér fyrirfram markmið það, er hann keppir að, og reyn-
ir svo að finna hagkvæmustu leiðirnar, ráðin eða tækin til
þess að ná því markmiði. Er hið síðarnefnda oft hinum
mestu erfiðleikum bundið og krefst á stundum ævilangra
rannsókna og tilrauna, einkum þar sem um einhverjar
uppfinningar eða nýjungar er að ræða. Kemur þá oft í
ljós, að ná má sama eða svipuðum árangri á fleiri leiðum
en einni. Allar gervivörur, eins og t. d. gerviull, gervi-
gummi o. fl., sýna og sanna, að ná má svipuðum árangri
á fleiri leiðum en þeim, er náttúran fer eða hefir farið.
En þetta sýnir bæði það, að allt hefir sínar orsakir, og eins
hitt, að breyta má orsakasamhenginu á ýmsa vegu og þó
ná sama eða svipuðum árangri. En hvorttveggja þetta af-
sannar bæði fríhyggjuna og nauðhyggjuna. Allt hefir sín-
ar orsakir, jafnvel það, sem vér nefnum hending eina eða
tilviljun. Á hinn bóginn má víkja orsakasamhenginu svo
við, að sami eða svipaður árangur náist á mismunandi
leiðum. En hugkvæmni mannsins veldur því á hinn bóg-
inn, að hann eygir jafnan nýja og nýja möguleika og
getur með tengigáfu sinni skapað ný verk og ný verðmæti.
Hið vitræna orsakasamhengi er því að vissu leyti skap-
andi eins og hið vefræna og að öllu leyti frjálsara í
sköpun sinni. En auk þess er það forvita, sér og segir
fyrir um það, sem gera skal. Þessvegna sannar það betur
en flest annað s j á 1 f r æ ð i mannsins innan vissra vé-
banda. Má segja, að þetta sjálfræði hans nái nákvæm-
lega jafn-langt og þekking hans og tækni nær. Jafnframt
sýnir það hið vaxandi vald mannsins yfir orsakasamheng-
inu. Eru það vísindin, sem með rannsóknum sínum og til-
raunum fá honum þetta vald í hendur. Með tilraunastarf-
semi sinni og hinu vitræna orsakasamhengi verður mað-
urinn að skapandi mætti í tilverunni, að nokkurs konar
meðhjálp guðs og náttúrunnar til æðra og fjölbreyttara
menningarlífs. Sem vitræn starfandi orsök finnur hann,