Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 39
39
að lögum. Ef þeir eru fáir, geta þeir allir haft ríkisvaldið
með höndum, og um það var nánast að ræða í smáríkjum
Germana til forna, borgríkjum Grikklands og víðar. Þetta
ber þó að skilja með þeirri takmörkun, að þrælar, og
konur að nokkru leyti, tóku ekki þátt í stjórninni og stóðu
í raun og veru utan við lög og rétt. En hvorki í þessum
frumþjóðfélögum né félagsheildum, er síðar mynduðust,
hæfði slík bein þátttaka borgaranna í stjórninni. Varð
þá þróunin sú, einkum er ríkin stækkuðu, að ákveðnum
mönnum eða flokkum manna var fengið valdið í hendur,
venjulega um ákveðinn tíma. Stundum varð þó annar
bragur á, þannig að einn maður eða fleiri tóku stjórnina
í sínar hendur með valdi þess sterka og stjórnuðu í krafti
þess. Ríkisvaldið átti og stundum rót sína að rekja til
trúarbragðanna. Annars skiptir uppruni valdsins ekki
máli um það, hvort um lögbundið skipulag sé að ræða,
heldur hitt, að vald sé því að baki, er fært sé til að halda
því í heiðri.
Er fram liðu stundir hurfu stjórnmálaafskipti almenn-
ings úr sögunni, og þegar fram á miðaldir kom, var sú
skipun yfirleitt ríkjandi í Evrópu, að ríkisvaldið var í
höndum ríks lénsaðals, er hafði ráð konunga að verulegu
leyti í hendi sér og almennings algerlega, þó með þeim
takmörkunum, sem leiddi af valdi kirkjunnar, er þá var
mikið. Má segja, að á þessu tímabili hafi aðalreglan ver-
ið fámennisveldi. En misjafnlega gafst það og víðast illa.
Undu bæði konungar og almenningur hlut sínum miðlungi
vel og tóku nú höndum saman til þess að lækka rosta léns-
manna og kirkjuhöfðingja. Bar og tvennt til að þetta
tókst: fundur nýrra og auðugra landa, er leiddi af sér
röskun ríkjandi hagkerfis, og þau andlegu umbrot, er
fengu útrás í siðaskiptunum.
En alþýða manna var litlu eða engu betur sett en áður,
því að það vald, sem lénsherrar og kirkjuhöfðingjar létu
af hendi, fengu nú konungar eða keisarar í sínar hendur,
en þegnarnir voru jafn réttlausir og áður. Nokkuð var
þetta þó misjafnt í löndunum. Einvaldir konungar, studd-
ir af fámennum hóp gæðinga sinna, réðu nú víðast lögum