Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 40
40
og lofum, og fór svo fram um sinn. Elfur tímans fellur
þó með þeim þunga, að hún verður ekki stöðvuð. Varð því
hvorttveggja, að ýmsir hugsuðir fóru að bera fram nýjar
réttarhugmyndir og kenningar um nauðsynlegar breyt-
ingar á stjórnskipulaginu og svo hitt, að allmiklum hluta
borgaranna og alþýðu manna var orðið nóg boðið af rétt-
leysi og áþján.
Nýlendur Breta í Vesturálfu norðanverðri urðu fyrstar
til að framkvæma hinar nýju hugmyndir, er þær hófu
uppreisn gegn Bretakonungi árið 1776. Lauk henni með
sjálfstæði þeirra 13 ríkja, er uppreisnina gerðu. Stofn-
uðu þau með sér bandalag eins og kunnugt er, sem nær
yfir mikinn hluta Norður-Ameríku.
Áhrifaríkari hér í álfu varð þó stjórnarbyltingin mikla
í Frakklandi 1789, því að í kjölfar hennar sigldu bylt-
ingar, sumar blóðugar, í flestum löndum álfunnar, og
skv. kenningum þeim, sem hún var borin uppi af, mótað-
ist stjórnskipun allra landa álfunnar meira eða minna.
Þetta varð þó víðast hvar smám saman, og eins og kunn-
ugt er skorti allmikið á, að um lýðræði væri að ræða í
allri Evrópu, er heimsstyrjöldin fyrri hófst. En í lok
hennar hrundi hásæti allra einvalda álfunnar, og komst
þá á, a. m. k. að formi til, stjórnskipulag samkvæmt
hugmyndakerfi byltinganna 1776 og 1789 í öllum löndum
hennar nema í Rússlandi, þar sem nýtt og áður að mestu
óreynt stjórnskipulag var sett á laggirnar. En brátt fór
svo, að ýmis lönd hurfu frá, er fascismi og nazismi komu
til sögunnar með kenningar sínar um nýtt stjórnskipu-
lag, er í framkvæmd a. m. k. hefir mjög borið keim mið-
aldaskipulagsins.
III.
Fyrst og fremst voru það skattamálin, sem hrundu af
stað byltingum þeim, er sköpuðu lýðræðisskipulagið. Deil-
an um skattaálöguréttinn hafði lengi staðið milli hinna
einvöldu eða nær einvöldu þjóðhöfðingja og þegnanna.
Hafði tekizt að nokkru, einkum í Englandi, að knésetja
konungsvaldið að þessu leyti, en víðast fóru skattar og