Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 45
45
þess að þjóðhöfðingjarnir stjórnuðu með hlutdeild þing-
anna, þá má nú segja, að þingin stjórni með meiri eða
minni hlutdeild þjóðhöfðingjanna. Þetta er þó talsvert
mismunandi í hinum ýmsu lýðræðislöndum, og verður
næst vikið stuttlega að því, hvernig hagar til um þjóð-
höfðingjavaldið hjá nokkrum helztu lýðræðisþjóðum. En
áður en að því kemur, má geta þess, að munurinn á því,
hvort um er að ræða konungsríki eða lýðveldi, er minni
en ætla mætti. Einkum er hann sá, að konungsvald er
venjulega arfgengt, en forsetar lýðveldanna kosnir til
ákveðins tíma. Er þetta að vísu mjög mikilsvert atriði,
og má sérstaklega ætla, að ríkari tilhneiging sé til þess
að takmarka arfgengt konungsvald heldur en tímabundið
Vald kjörins forseta. Með þessum fyrirvara má telja þjóð-
höfðingjavald lýðræðisríkjanna nokkurn veginn sambæri-
legt, hvort heldur um er að ræða konung eða forseta.
V.
ENGLAND.
Stjórnskipun Englands hefir þróazt með sérstökum
hætti og er því í rauninni ekki sambærileg við stjórnskip-
un annarra landa. Ber þar fyrst til, að þar er engin
»stjórnarskrá“ í venjulegri merkingu þess orðs, þ. e.
skrifleg ákvæði sett með sérstökum hætti. Stjórnskipun-
m er reist á ýmsum gömlum og nýjum lögum, svo sem
Magna Charta frá 1215, Petition of Rights frá 1628, Bill
°f Rights frá 1689 (sem telja má frumfyrirmynd mann-
réttindayfirlýsinga þeirra, er áður getur), hinum ýmsu
kosningalögum, Act of Parliament 1911 (Lávarðadeildin
hefir aðeins synjunarvald) o. fl. En fastar, rótgrónar
venjureglur eru svo í heiðri hafðar, að stjórnskipun Eng-
lands mun ekki hafa minni helgi á sér en stjórnlög ann-
arra ríkja.
Þegar stjórnarfarsbyltingar 18. og 19. aldar voru á
döfinni, var jafnan bent til Englands sem fyrirmyndar,
að því er snerti tryggingu mannréttinda og greining
stjórnvaldsins. Þetta var rétt, að því er snerti hið fyrra,