Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 46
46
en villandi hið síðara, því að valdgreining hefir aldrei
verið framkvæmd í Englandi nema að litlu leyti og sízt
nú, er svo má heita, að bæði löggjafarvald og framkvæmd-
arvald séu í höndum ráðuneytisins. Eins og kunnugt er
varð þróunin sú, að konungur neyddist til að velja ráð-
herra sína þannig, að þeir hefði stuðning meiri hluta.
neðri deildar þingsins, og stjórnarathafnir hans eru að-
eins taldar gildar, að ráðherrar skrifi undir þær með
honum og beri ábyrgð á þeim. Átti f járveitingavald þings-
ins mestan þátt í þessari þróun. Ábyrgð ráðherranna var
upphaflega þannig, að teldi neðri deildin ráðherra hafa
brotið af sér í stjórnarstörfum, ákærði hún hann fyrir
efri deildinni, og hlaut ráðherra þá dóm sinn þar. Reynd-
in varð sú, að ráðherrarnir vildu ekki bíða slíkrar ákæru
og létu því af embætti, er þeir misstu traust þingsins.
Enginn ráðherra hefir verið ákærður í hinu gamla formi
síðan 1742.
Konungur velur ráðherra og leysir þá frá störfum,
veitir æðstu embætti, hefir náðunarvald, gerir samninga
við önnur ríki, ræður stríði og friði, er yfirboðari kirkj-
unnar, veitir lávarðstign og heiðursmerki.
Hann hefir vald til þess að rjúfa þingið, þ. e. svipta
þingmenn umboðum þeirra. Einnig kallar hann þingið
saman og slítur því. En allar þessar heimildir eru tak-
markaðar af því, að ráðherra fáist til að bera ábyrgð á
þeim. Konungur hefir að vissu leyti mikið vald, bæði sem
tengiliður milli hinna ýmsu ríkja sinna og nýlendnanna
og til stjórnar þar og innanlands. En það leiðir af þing-
ræðinu, að í framkvæmd fer ráðuneytið með vald hans
að mestu leyti, einkum forsætisráðherra. Valdið er því í
höndum krúnunnar (The King in his Council). Á hinn
bóginn eru starfsaðferðir, venjur og lög þingsins þannig,
að vald þess verður í reyndinni lítið annað en ráðin á
því, hver fari með stjórnina og eftirlit með gerðum henn-
ar. Æðsta dómsvaldið er og í höndum efri deildar þings-
ins, þannig að einnig að því ieyti er brotið gegn valdskipt-
ingarreglunni. Þetta er þó meira í orði en á borði, því að
um flest dómsmál fjalla almennir, sjálfstæðir dómstólar.