Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 47
47
Annars er áhrifavald efri deildar nú, síðan 1911, mjög
HtiS, þar sem hún hefir aðeins frestandi synjunarvald,
að því er löggjöf snertir.
Stjórnskipun Englands er þannig í framkvæmdinni
ríkt, arfgengt konungsvald, sem ráðherrar, er hafa traust
eða hlutleysi þingsins, fara að mestu leyti með, en þingið
hefir að öðru leyti aðeins hlutdeild í löggjafarvaldinu og
eftirlitsvald með gerðum stjórnarinnar. Þetta er hin
venjulega þingbundna konungsstjórn.
BANDARÍKI NORÐUR-AMERÍKU.
Ástæðan til þess, að þau 13 ríki, sem stofnuðu Banda-
ríkin, sögðu sig úr tengslum við England, var sú, að þau
töldu sín eigin þing eiga íhlutunarrétt um stjórnarfarið
ásamt konungi, en ekki enska þingið. (Þetta er svipað og
við Islendingar héldum fram í deilunni við Dani.) Enska
þingið taldi á hinn bóginn vald sitt í nýlendunum hið
sama og í heimalandinu. Féllst konungur á þá skoðun.
Það töldu nýlendurnar svo verulegt skyldubrot, að þær
lýstu yfir sjálfstæði sínu 4. júlí 1776.
Þegar ríkin samþykktu sjálfstæðisyfirlýsinguna, var
því samkvæmt skoðun þeirra ekki um aðra breytingu að
ræða en afnám konungsvaldsins og þær afleiðingar, sem
það hafði á utanríkismál. Hvert ríki var talið sjálfstætt
að öllu leyti og ekkert samband milli þeirra að lögum. En
víkin urðu að vera við því búin að verja sjónarmið sín
nieð vopnum, og til þess var samvinna nauðsynleg milli
þeirra. Var mönnum þetta ljóst í byrjun, því að þegar
árið 1774, áður en sjálfstæðinu var yfirlýst, höfðu full-
trúar ríkjanna komið saman á fund til þess að ræða um
sameiginleg vandamál, og 1775 var kosið til þings í sama
skyni. Formið á sjálfstæðisyfirlýsingu þeirri, er fundur
þessi samþykkti, var þannig, að hún var gefin af „full-
trúum Bandaríkja Ameríku á almennu þingi“. Nafna ein-
stakra ríkja var ekki getið. Viðtakandi valds hinnar
brezku krúnu var því félagsskapur ríkjanna eða þessi
sameiginlega samkoma þeirra, en ekki hvert ríki fyrir sig.