Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 48
48
Sambandsþingið samþykkti nú 1777 hinar svonefndu
sambandsgreinar, er voru fyrstu stjórnlög sambandsrík-
isins, en til þess að þær fengju gildi, þurfti sérstakt sam-
þykki hvers ríkis. Ríkin voru mjög á verði um sjálfstæði
sitt, og varð því nokkur tregða á samþykkinu, en þó
fékkst það. Samkvæmt sambandsgreinunum var samband-
ið mjög veikt og hefir af ýmsum verið talið samband
sjálfstæðra ríkja, en ekki sambandsríki. Brátt kom þó
fram nauðsyn þess, að bandalagið yrði víðtækara, en
breytingar voru torveldar, því að samþykki níu ríkja
þurfti til þeirra. Að lokum var sú aðferð höfð, að haldinn
var sambands-þjóðfundur, er samdi ný stjórnlög. Lagði
fundur þessi jafnframt svo fyrir, að sambandsþingið ætti
ekki atkvæði um málið, heldur skyldi það senda frum-
varpið þingum hinna ýmsu ríkja, en þau síðan leggja
það fyrir sérstaka þjóðfundi í hverju ríki, er kosið væri
til með almennum kosningum. Áttu þessir þjóðfundir að
samþykkja frumvarpið eða synja. Er níu ríki höfðu sam-
þykkt það, skyldi það fá gildi, þó aðeins fyrir þau ríki,
er samþykkt höfðu. Þann 13. sept. 1788 gekk sambands-
þingið úr skugga um og lýsti yfir, að ellefu ríkjanna hefði
samþykkt frumvarpið, og fékk það þá gildi fyrir þau.
Hin tvö samþykktu það 1789 og 1790. Þannig urðu stjórn-
lög Bandaríkjanna til. Eru þau enn í gildi með nokkrum
breytingnm. Þau voru að verulegu leyti mótuð af um-
ræddum fræðikenningum, en jafnframt mótuð af reynslu
þeirri, er fengizt hafði, og bera að sjálfsögðu mjög merki
þess, að þau eru stjórnlög ríkja, sem eru í bandalagi. í
stjórnlögum hinna einstöku ríkja er og beint tekið fram,
að ríkin hafi hvert um sig fullt vald í öllum málum, sem
ekki eru sérstaklega fengin Bandaríkjunum. Sem dæmi
má nefna 4. gr. stjórnlaga Massachusettsríkis: „Fólkið
í þessu lýðveldi á eitt fullan rétt til þess að stjórna sér
sem frjálsu, fullvalda og sjálfstæðu ríki. Það hefir og
skal ætíð héðan af hafa öll yfirráð, vald og rétt, sem það
hefir eigi sérstaklega afhent Bandaríkjum Ameríku eða
síðar kann sérstaklega að afhenda þeim“.
Samsvarandi ákvæði er í stjórnlögum Bandaríkjanna,