Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 57
57
Þróunin varð þó sú, að þingræðið sigraði. Ráðherrar
urðu ábyrgir fyrir þinginu, og konungur gat ekki stjórn-
að án meðundirskriftar ráðherra, enda er nauðsyn slíkr-
ar meðundirskriftar beint lögfest síðan 1911. Ríkan þátt
í þessari þróun átti það, að konungur var erlendur maður
í öðru ríki, og sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar beindist
því eðlilega að aukningu þingvaldsins.
Konungur hefir heimild til að velja ráðherra sína, hefja
ófrið til landvarna og semja frið. Hann er yfirmaður hers
og flota, tekur á móti sendiherrum og gerir samninga við
önnur ríki. Hann hefir takmarkaðan rétt til útgáfu bráða-
birgðalaga, er þó falla úr gildi, ef næsta þing samþykkir
þau ekki. Hann hefir náðunarvald og veitir embætti, en
um rétt hans til að víkja embættismönnum frá gilda svip-
uð ákvæði og í Svíþjóð.
Að því er löggjafarvaldið snertir þurfa almenn lög kon-
ungsstaðfestingar, en synjunarvald konungs er þó aðeins
frestandi, þannig að samþykkt þingsins fær lagagildi án
staðfestingar, ef lagafrumvarp er samþykkt af þrem reglu-
legum þingum í röð, enda hafi kosningar farið fram milli
þinganna og tvö regluleg þing haldin milli þeirra þinga,
er samþykkt hafa frumvarpið. Lagasetning án staðfest-
ingar konungs er því alltorveld og tekur langan tíma, að
því er virðist að minnsta kosti sex ár. Að því er snertir
aðrar samþykktir þingsins en lagafrumvörp, hefir kon-
ungur ekkert synjunarvald, meðal annars ekki gegn breyt-
ingum á stjórnlögunum. Konungur hefir ekki þingrofs-
rétt, og regluleg þing koma saman á tilsettum tíma án
hans tilverknaðar. Fundum þingsins getur hann ekki
frestað.
Um breytingar á stjórnlögunum er ákveðið, að tillögur
bar að lútandi skuli leggja fram á fyrsta eða öðru reglu-
iegu þingi, eftir að kosningar hafa farið fram. Jafnframt
skulu tillögurnar birtar á prenti. En um þær fjallar síð-
an aðeins eitt reglulegt þing, hið fyrsta eða annað, er
saman kemur, eftir að kosningar hafa farið fram. Til
þess að breytingartillögurnar fái gildi, þarf samþykki
% hluta þingmanna. Þær mega aðeins varða einstakar