Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 60
60
fundur þessi samþykkti stjórnlög fyrir ríkið þann 11.
ágúst 1919. Þessi stjórnlög, sem nefnd hafa verið Weimar-
stjórnarskráin, voru í gildi, þar til nazistar fengu völdin
og að formi til jafnvel eftir þann tíma, þótt naumast hafi
verið um slíkt að ræða í framkvæmdinni.
Weimarstjórnarskráin er í tveim aðalköflum, auk
bráðabirgða- og lokaákvæða. Fjallar fyrri kaflinn um
skipulag ríkisins og valdaaðild innan þess, en hinn síðari
um réttindi og skyldur þegnanna. Fyrri hlutinn skiptist
í sjö kafla, og heita þeir: 1. kafli: Ríki og lönd. 2. kafli:
Ríkisþingið. 3. kafli: Ríkisforsetinn og stjórn ríkisins.
4. kafli: Ríkisráðið. 5. kafli: Ríkislöggjöfin. 6. kafli:
Framkvæmdarstjórn ríkisins. 7. kafli: Dómsvaldið.
I 1. gr. segir: „Þýzka ríkið er lýðveldi. Ríkisvaldið á
rót sína að rekja til þjóðarinnar“. Hin fyrri ríki hafa all-
mikla sjálfstjórn, og í 5. gr. eru talin upp þau málefni, er
alríkið á löggjafarvald um. Sjálfstæði hinna einstöku
ríkja er þó verulega minna en áður, þannig að tæpast er
hægt að skoða þau sem annað en landshluta með sérstök-
um réttindum. Þau eru og nefnd lönd, en ekki ríki, í
stjórnlögum sínum. T. d. segir í 1. gr. stjórnarskrár
Baden, 21. marz 1919: „Baden er lýðveldi með lýðræðis-
skipulagi. Það er hluti úr þýzka ríkinu sem sjálfstætt
sambandsland“.
Hér verður ekki nánar lýst stjórnskipulagi sambands-
landanna, en þess má þó geta, að í hverju þeirra var þing,
venjulega í einni deild, sem fór með sérmálin, en umboðs-
valdið var í höndum ráðherra, sem víðast voru kosnir af
þingunum og voru algerlega háðir þeim. Forsætisráðherr-
ann, sem sums staðar var kosinn almennum kosningum,
var að vísu stundum nefndur forseti, en afstaða hans
var hin sama og ráðherra fyrir því.
Eins og kaflaskipting Weimarstjórnarskrárinnar sýn-
ir, er valdgreiningarreglunni fylgt þar að verulegu leyti.
Framkvæmdarvaldið er í höndum ríkisforsetans (og
ráðherra). Hann er kosinn beinum almennum kosningum
af þeim kjósendum, sem eiga kosningarétt til þingsins.
Kjörtímabilið er sjö ár og endurkjör heimilt. Ef þingið