Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 62
62
fram af 100 þingmönnum og samþykkt á sama hátt og
st j órnarskrárbreyting.
Staðfestingar forseta þarf ekki til þess, að lög, er þing-
ið samþykkir, fái gildi, en honu-m ber að sjá um birtingu
laga. Hann getur skotið hvaða lögum sem er undir þjóðar-
atkvæði, áður en þau eru birt, og fá þau ekki gildi á með-
an. Hefir þetta því líka þýðingu og frestandi neitunar-
vald. Þá getur og þjóðaratkvæðis þurft með, þegar y2o
hluti kjósenda krefst. Loks hefir forseti vald til að rjúfa
þingið.
Þingið getur breytt stjórnarskránni með lögum, en þó
því aðeins, að % þingmanna greiði atkvæði og % þeirra
séu breytingu fylgjandi. Þjóðaratkvæðagreiðsla kemur
og hér til greina, þótt ekki sé hún lögboðin.
TÉKKÓSLÓVAKÍA.
Stjórnlög Tékkóslóvakíu, er sett voru, er hún varð sjálf-
stætt ríki eftir heimsófriðinn fyrri, eru frá 29. febrúar
1920, og giltu þau, unz ríkið leið undir lok sem sjálfstætt
ríki nú í ófriðarbyrjun.
Samkvæmt þeim var Tékkóslóvakía lýðveldi með lýð-
ræðisskipulagi og venjulegri valdgreiningu, þó þannig að
vald forsetans var lítið að lögum. Hann var kosinn af báð-
um þingdeildum sameinuðum til sjö ára og var aðeins
kjörgengur tvisvar í röð. (Takmörkun þessi náði þó ekki
til fyrsta forsetans, Masaryks.) Kjörgengir voru þeir,
sem áttu kosningarétt til fulltrúadeildar þingsins og fyllt
höfðu 35 ára aldur. Forseti hafði hið venjulega forseta-
vald. Hann kom fram fyrir ríkið gagnvart öðrum ríkjum,
gerði samninga við þau og tók á móti sendiherrum þeirra.
Þýðingarmikla samninga varð þingið þó að staðfesta.
Hann tók ákvarðanir um stríð og frið, með samþykki
þingsins þó. Honum bar að kalla þingið saman til reglu-
legra funda tvisvar á ári, svo og til aukafunda, ef svo bar
undir. Þingfundum gat hann frestað, þó aðeins um einn
mánuð og aðeins einu sinni á ári. Hann gat rofið þingið,
en eigi mátti hann þó rjúfa þing á síðustu sex mánuðum