Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 66
66
VII.
Eins og getið var hér að framan er aðalmunurinn á
konungsvaldi og forsetavaldi lýðræðisríkjanna á vorum
dögum sá, að konungsvaldið er ótímabundið og arfgengt,
en forsetavaldið takmarkað og tímabundið umboð. Þótt
ný konungsætt fái völd, án þess að erfðarétti sé til að
dreifa, fær arfgengt konungsvald þegar á sig þann blæ,
að það sé sjálfstætt vald, hliðstætt valdi þegnanna, en
ekki leitt af því. Og því fremur er þessu þannig farið,
þegar um gamalt erfðakonungsvald er að ræða. Þingin
verða þá sá aðili, sem fer með gæzlu á rétti þegnanna
gagnvart konungsvaldinu. Konungsvald og þegnavald
verða þannig í andstöðu hvort við annað. Af þessu leiðir,
að aukið vald þinganna er vel séð af þegnunum. En því
víðtækara vald sem þingin fá, því örðugra verður þeim
að fara sjálf með það. í sumum löndum hefir þróunin þá
orðið sú, að þingin eða þingnefndir fara með allvíðtækt
framkvæmdarvald, en annars staðar, að þingin hafa feng-
ið ráðherrum það að verulegu leyti í hendur, að vísu þann-
ig, að valdið er að formi til í höndum konungs, en verður
ekki framkvæmt, nema ráðherra sé með í verki, en í því
felst, að konungsvaldið er í raun og veru í hendi ráðherr-
anna. í þingræðislöndum er beint vald þinganna mjög
mismunandi, eins og yfirlitið hér að framan sýnir.
í Englandi er t. d. framkvæmdarvald krúnunnar (kon-
ungs og ráðherra) mjög ríkt, en beint áhrifavald þings-
ins lítið. í Noregi er vald krúnunnar aftur á móti tiltölu-
lega lítið, en vald þingsins mikið. Hvort heldur sem er,
þá eru þingin hinn raunverulegi valdhafi og velta því
áhrif þegnanna á áhrifarétti þeirra og getu um skipun
og gerðir þingsins.
Nú er það hvarvetna svo, að allur þorri þegrianna hefir
í framkvæmdinni litla möguleika til áhrifa á skipun þing-
anna þrátt fyrir almennan kosningarétt, því að þar velt-
ur mjög á ráðamönnum flokkanna eins og meðal annars
sést á því, hve torvelt er fyrir frambjóðendur að ná kosn-
ingu utan flokka. Þar við bætist svo oft, að um marga