Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 70
UM ALMENNINGSRAFVEITUR
NOKKUR FJÁRHAGSATRIÐI
Erindi flutt á fundi í Vísindafélagi íslendinga 29. okt. 1943 af
STEINGRÍMI JÓNSSYNI
rafmagnsstjóra
1. INNGANGUR.
Raftækni nútímans á sér eigi langa sögu. Rafmagn
hafa menn þó þekkt alllengi, jafnvel framan úr fornöld,
•en það er eigi fyrr en á 17. og 18. öld, en þó einkum á
19. öldinni, að menn taka að rannsaka eiginleika þess,
og komast þá smám saman að hagnýtingarmöguleikum
þess.
Ef nokkur einstakur atburður varð til þess að vekja
eftirtekt manna og áhuga fyrir þessari grein tækninnar,
þá var það rafvélasýning, sem haldin var í París í Frakk-
landi árið 1881. Þar kom Edison fram með glóðarljósið,
kolþráðarlampann, og aragrúi var þar af nýjungum,
er vöktu slíka hrifningu sýningargesta, að margir
þeirra urðu alveg heillaðir af þessari nýju tækni
og fórnuðu henni öllu starfi sínu upp frá því. Upp
úr því komu m. a. rafknúnir sporvagnar í notkun í
borgunum og nokkur vatnsföll voru virkjuð til raf-
magnsvinnslu, en áður hafði vatnsaflið aðeins knúið
vinnuvélar.
Skriður komst á raflýsingu í helztu höfuðborgum
Norður- og Vesturálfu. Ein af þeim borgum, er til-
tölulega snemma setti á stofn almenningsrafveitu,
var t. d. Kaupmannahöfn árið 1892, og 10 árum síð-
ar, 1902, komst fyrsta kaupstaðarrafveitan upp hér á
landi. Það var rafljósastöðin í Hafnarfirði, er notaði
vatnsafl til vinnslunnar. Kom hún bænum að mikl-