Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 71
71
um notum í 20 ár, en var þá orðin ónóg. Þessi byrj-
un hér á landi var furðanlega lítið á eftir samskonar
framkvæmdum í þeim löndum öðrum, er snemma tóku
upp rafmagnsnotkun.
Þróunin í rafstöðvarbyggingum og rafveitum hélt
áfram erlendis með vaxandi hraða. Var raflýsing og
smávélarekstur með rafmagni almennt notaður í borg-
um og bæjum í Norðurálfu og Vesturálfu á síðasta
tugi fyrri aldar og fyrsta tugi þessarar aldar.
Plestar þessar veitur voru einkafyrirtæki í upphafi,
reknar með sérleyfi, en víða ráðast þó bæjarfélögin
sjálf í að koma upp almenningsveitum innan umdæma
sinna. Þegar veiturnar þenjast út um landshluta, eru
einnig stofnuð sérstök félög, er hreppar eða sýslur
eru aðiljar að öllu eða nokkrum hluta. Síðast kemur
svo í sumum löndum ríkisstjórnin og leggur veitur
um landshluta til orkuflutnings handa bæjarfélögum
og iðnaðarhéruðum, er ekki hafa tok á að afla sér
nægilegs rekstrarafls sjálf.
Er tilhögun með ýmsum hætti erlendis og má segja
almennt um hana, að ríkisstjórnirnar hafa yfirleitt
aðeins haft með höndum eftirlit með þróun þessara
framkvæmda og veitt stuðning til sjálfshjálpar þeim
fyrirtækjum eða landshlutum, er örðugast hafa átt.
Sumsstaðar hafa ríkisstjórnirnar tekið að sér rekstur
rafmagnsveitna, til stuðnings héruðunum og rekið
bær í samlögum við bæina eða samkeppni við einka-
félög. En borgir og annað þéttbýli hafa þó yfirleitt
séð um veituna innan síns umdæmis. Sumsstaðar gæt-
ir vaxandi áhrifa ríkisvaldsins á rekstur og þróun
Þessara framkvæmda. 1 einræðislöndunum mun það á-
Htið eðlilegt, að svo sé, en þetta á sér einnig stað í
öðrum löndum, svo sem í Englandi, þar sem ríkis-
valdið ákveður, hver setja megi upp nýjar rafstöðv-
ar og hversu stórar þær skuli verða, og jafnvel,
að eldri stöðvar skuli lagðar niður, enda þótt þær séu
einkaeign eða í eigu bæjarfélags, en ekki ríkisins.
Þetta er ekki gert vegna þess sérstaka ófriðarástands,