Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 72
72
sem nú hefir ríkt um nokkurt skeið, heldur var þess-
um málum skipað með lögum um raforkuráð ríkisins
í byrjun þriðja tugar þessarar aldar, og liggur bak
við þau lög sama hugsun, sem kemur fram í vatna-
lögunum íslenzku frá 1923, þar sem í lok 58. greinar
er sagt um samþykki ráðherra fyrir raforkuveitu til
almenningsþarfa. Þar segir að samþykki „Megi binda
skilyrðum um vatnstökuna, gerð og tilhögun mann-
virkjanna, tegund og spennu rafstraums, sem nauð-
synleg þykja til að tryggja jafnrétti notenda, og al-
menningshagsmuni, þar á meðal sérstaklega það, að
unnt sé seinna meir að koma h&ntugu. skipulagi á
orkuveitu til almenningsþarfa í landshluta þeim, sem
orkuveitan er í“.
I Englandi hafa margvíslegar ráðstafanir verið gerð-
ar til þess að koma á hentugu frambúðarskipulagi
á raforkuveitum um landið, og má segja, að veiturnar
hafi tekið risastökk þar í landi síðan, bæði fyrir
beina íhlutun raforkuráðsins og öflugan stuðning rík-
isvaldsins.
Það varð ekki framhald á þeirri litlu byrjun, er
gerð var hér á landi, rétt eftir aldamótin, þegar
Hafnarfjörður fékk raflýsingu sína. Stærri bæirnir
komu ekki á eftir þá. Seyðisf jörður kom sér ekki upp
vatnsaflsstöð fyrr en 11 árum síðar. Vík í Mýrdal og
Húsavík um líkt leyti og aðrir bæir á eftir, Reykjavík
ekki fyrr en 1921 og Akureyri 1923.
Ýmsir aðrir bæir, er höfðu ekki hentugt vatnsafl
eða óx í augum kostnaðurinn við virkjun þess, komu
sér upp olíuhreyfilstöðvum til þess að bæta úr brýn-
ustu þörf í þessum efnum.
Ástæðurnar fyrir því, að svo hægt miðaði fram á
leið hér á landi fyrstu 2 áratugi þessarar aldar,
má skýra með því, að þá voru rafveitur þessar
fyrst og fremst notaðar til raflýsingar og vélarekst-
urs, en hér á landi var þá ekki fjárhagsleg þörf
fyrir miklar breytingar í þeim efnum frá því, sem áður
hafði verið. Vélarekstur var mjög lítill um land allt, og