Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 73
73
auðveldara að koma honum fyrir á annan hátt en með
almenningsveitu, og þörfin fyrir mikla lýsingu verzlana,
samkomustaða o. fl. var af skornum skammti.
Þeim litla vélarekstri, sem hér var þá, mátti koma
fyrir með eimvélum eða díselvélum og opnuðust því
eigi augu manna fyrir þeim möguleikum, sem al-
menningsrafveitur hafa til að koma upp fjölbreyttum
smáiðnaði og öðrum atvinnurekstri, er notar smávél-
ar í stað handaflsins.
Erlendis kom það snemma í ljós, þar sem hentugt
vatnsafl var virkjað, að veitur frá því höfðu auk
iðnaðar- og annarra atvinnumöguleika einnig skilyrði
til aukinnar notkunar í heimilum manna, fyrst var
það einkum matareldunin, en síðar hefir einnig her-
bergjahitun komið til í vaxandi mæli.
Hér á landi vakna þessar kröfur einkum um og
eftir fyrra ófrið, en sökum fámennis þess, sem hér
er, og ekki síður sökum skorts á fjármagni áttu stór-
felldar vatnsaflsvirkjanir örðugt uppdráttar. Þær raf-
veitur, sem byggðar hafa verið, hafa því orðið að
miða stærð sína við þá fjárhagsafkomu, er staðhætt-
ir leyfa í upphafi, en eigi við þá möguleika, sem þær
geta skapað sjálfar með starfsemi sinni. Hafa allar
rafveitur, er gerðar hafa verið hér á landi, fljótt
orðið fullnotaðar og jafnvel of litlar, en hvert nýtt stig
í aukningu þeirra þarfnast nokkurs aðdraganda.
Sem stendur eru hér um 40 rafveitur í kaupstöð-
um og kauptúnum, er veita 78.000 manns raflýsingu,
°g sumar þeirra einnig afl til vélareksturs og heim-
ilisþarfa. Flestar þessara veitna eru eign bæjarfé-
iaga, einstöku eru eign notendafélaga, kaupfélaga eða
í einkaeign. Auk þess eru um 400 vatnsaflsstöðvar
starfandi fyrir einstaka bæi í sveit og ná þær til
3-—4 þúsund manna í sveitum.
Af þessum 40 rafveitum í kaupstöðum og kaup-
túnum eru ekki nema 7, er hafa komizt það langt,
að telja megi, að um almenna notkun rafmagnsins
sé að ræða í umdæmi þeirra, og þurfa þær þó allar