Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 74
74
fyrirsjáanlega nokkurrar aukningar á næstunni. Eru 3
þeirra í undirbúningi með aukningar og 4 aðrar einn-
ig á leiðinni. En flestar hinna hafa litla möguleika
til mikils vaxtar af eigin rammleik.
Þeir kaupstaðir og stærri kauptún, er hafa góð skilyrði
til að koma sér upp rafveitum, geta að vísu aukið þær eftir
því, sem staðhættir leyfa og þörf þeirra sjálfra krefur.
En smærri kauptúnin og yfirleitt þau, sem hafa ekki
góð skilyrði til virkjunar á vatnsafli, eiga örðugt
uppdráttar í þessu efni, nema þau liggi það nálægt
öðrum kauptúnum eða kaupstöðum, að þau geti náð
með veitu sína til þeirra.
Það er því ýmislegt, sem bendir til þess, að enn
vanti að koma á því stigi í þessum málum hér á
landi, að stærri aðiljar en einstök kauptún og ein-
stakir kaupstaðir standi ein um allar framkvæmdir.
Sýslufélög, heilir landshlutar og ef til vill ríkissjóður
þurfa einnig að fara að koma til sem virkir aðiljar
í framkvæmdunum.
Rafveitumálin hafa oft verið rædd af þingi og
stjórn á ýmsa vegu á undanförnum árum. Vatnalög-
in, sérleyfislögin og lögin um raforkuvirki, er sett
voru á 3. tugi þessarar aldar, gera öll ráð fyrir
því, að einstakir menn, einkafélög, notendafélög, hrepps-
félög o. fl. þ. h. hafi frumkvæðið í þessum fram-
kvæmdum, en ríkisstjórnin eftirlit, þótt henni séu að
sjálfsögðu opnir möguleikar á að taka þær framkvæmdir
að sér sjálfri, en það virðist þá alveg eins hugsað, að það
yrði gert í þeim tilgangi að láta aðra reka fyrirtækin.
Árið 1933 voru samþykkt lög um virkjun Sogsins,
er gera ráð fyrir beinni þátttöku ríkissjóðs í virkjun
og rafveituframkvæmdum sunnanlands. I síðari lögum
um sama efni, svo sem í lögum um virkjun Fljót-
ár handa Siglufirði 1935, og lögum um virkjun Lax-
ár handa Akureyri 1937, er ekki gert ráð fyrir hinu
sama, heldur eru þar aðeins látin nægja ákvæði, er
tryggja nágrannasveitum raforku við kostnaðarverði,