Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 75
75
sem sveitirnar eru þó lítt færar um að hagnýta sér
hjálparlaust.
Á s. 1. ári 1942 voru hinsvegar samþykkt lög um
rafveitur ríkisins, er benda á, að ríkissjóði sé ætlað
að taka upp beinar framkvæmdir í virkjun vatnsafls
og lagningu rafveitna, og önnur lög voru samþykkt á
sama þingi um raforkusjóð, er skilja má svo, að eink-
um hafi vakað fyrir löggjafanum, að ríkissjóði væri
ætlað að styrkja þessar framkvæmdir í landinu, frem-
ur en að ráðast sjálfur í þær.
Er af þessu auðséð, að ekki hefir löggjafinn látið á
sér standa og að í rauninni eru þau lög þegar sett, sem
hægt er að byggja á framkvæmdir þær, er fram undan
eru. Áhugi þingsins hefir verið vakandi í þessum málum,
og hefir það látið vinna að því um langt skeið að athuga
afkomumöguleika á almenningsrafveitum hér á landi.
Raforkumálanefndir hafa verið starfandi öðru hverju
bæði á vegum ríkisstjórnarinnar og alþingis og áætl-
anir hafa verið gerðar all ýtarlegar um rafveitur í
ýmsum landshlutum, og nú sem stendur hefir Raf-
magnseftirlit ríkisins með höndum umfangsmiklar á-
ætlanir um almennings rafveitur víðsvegar í land-
inu. Eru það sumpart endurskoðun á fyrri áætlun-
um og sumpart viðbætur og samanburður.
2. RAFMAGNSÞÖRFIN.
Hér á landi er ekki um annan markað að ræða
fyrir rafmagn sem stendur en almenningsnotkun, sem
kallað er. Sporbrautir eða flutningatæki, er gætu ver-
ið rafknúin, eru hér ekki til, og stóriðnaður í þeirri
merkingu, er helztu iðnaðarþjóðirnar leggja í það
orð, heldur ekki. En hjá sumum þessum þjóðum er
almenningsnotkun á rafmagni eigi nema lítill hluti
allrar rafmagnsnotkunar, t. d. í iðnaðarlandinu Sví-
þjóð aðeins 12%. Þegar því er rætt um að koma
upp almenningsrafveitum hér á landi, er aðeins um
að ræða veitukerfi og orkuvinnslu, er fullnægja þurfi