Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 76
76
áðurnefndri almenningsnotkun. En ef síðar kynni að
koma upp stóriðnaður, er raforkuþörf hans miklu meiri,
en svo, að veitukerfi til almenningsnotkunar geti borið
hana einnig. Verður því að sjá stóriðnaði þeim, er
koma kann, fyrir sérstakri orkuvinnslu ásamt veitu-
kerfi og gerist því eigi þörf á að taka þennan notk-
unarmöguleika á raforkunni til greina, þegar rætt er
um núverandi skilyrði almenningsnotkunar á rafmagni.
Til almenningsnotkunar er talin öll rafmagnsnotkun í
heimilum, verzlunum, skrifstofum o. s. frv. og auk þess
öll rafmagnsnotkun í smiðjum, verkstæðum og vinnu-
stöðum, einnig í smáiðnaði svo sem matvæla-, munaðar-
vöru-, klæðaiðnaði o. m. fl., sem óþarfi er hér upp
að telja, bæði fyrir innanlandsþarfir eingöngu og fyrir
viðskipti við útlönd. Allur iðnaðar- og vélarekstur hér
á landi kemst undir þenna smáiðnaðar flokk og má
búast við því, að svo verði um þann iðnað, er við
bætist og ætlað er að fullnægja innanlandsmarkaði ein-
göngu.
Það eru til allmiklar skýrslur og athuganir víðsveg-
ar um lönd og einnig hér á landi um rafmagnsþörf
almenningsnotkunar. Má miða notkunina á orkuveitusvæði
hverju við mannfjöldann á svæðinu og við það stig,
sem notkunin er komin á. Það er talið, að til lýsingar,
smávélareksturs og eldunar muni duga um 250—350
watta afl á mann. Ef hinsvegar eigi að fullnægja
hitunarþörf húsa að öllu leyti ásamt annarri almenn-
ingsnotkun, muni eigi þurfa minna en 1000 watta
afl á mann og jafnvel meira, þegar ekki er um að
ræða aðrar hitunaraðferðir
Nú er þess að gæta, að rafmagnsnotkun er enn á
þróunarstigi, og á meðan svo er, má búast við nýjum
notkunarleiðum, er geti haft í för með sér ný stig
með aukinni aflþörf. Sé t. d. gert ráð fyrir, að frá
almenningsrafveitum í sveitum hér á landi verði hægt
að þurrka hey og korn smám saman með vélum og raf-
magn yrði notað bæði til hitunar og vélareksturs við
þurrkunina, svarar núverandi töðufall í sveitum á Suð-