Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 81
81
miklu meiri til að fullnægja eftirspurninni við þessu
lægra verði.
Árleg gjöld eru sýnd þarna á samsvarandi hátt, og
sneiðir gjaldalínan part af tekjulínunni frá B til E,
á því sviði er fyrirtækið fjárhagslega sjálfstætt og gef-
ur mestan arð við D, sem hefir nokkru lægri heildar-
tekjur en við C, þar sem þær eru mestar.
Sé fyrirtækið rekið undir skilyrðum við D, er hægt
að hækka verðið á raforkunni og þó fá nokkurn arð,
allt þar til komið er að E, en þá hverfur hagnaðurinn.
En aukning og þróun raímagnsnotkunar er um leið
stöðvuð með þessu. Hefir þetta verið gert í sumum lönd-
um, meðal annars með skattlagningu, en mun ávallt hafa
í för með sér stöðvun á þróuninni, miðað við aðra staði,
sem hafa notað hvert tækifæri til að lækka einingar-
verðið með áframhaldandi hagfelldum aukningum og
leggja áherzlu á að starfa á sviðinu D—C. Skattar á
þessum fyrirtækjum, meðan þróun þeirra er svo ör,
sem raun ber vitni um, standa þeim því mjögfyrir þrif-
um. Ef gjaldalína fyrirtækisins liggur fyrir ofan D,
er ekki unnt að gera það arðbært með neinum verð-
lagsákvæðum á raforkusölunni. Þá er engin leið til
að gera það fjárhagslega sjálfstætt önnur en styrkur
annarsstaðar að, er nota má sem afskrift á stofnkostn-
aðinum, til niðurfærslu á áhvílandi skuldum eða árleg-
um gjöldum.
Þetta línurit er teiknað mælikvarðalaust, aðeins til
að sýna ganginn. Hagskýrslurnar sýna ekki ennþá
nógu örugglega þessa tekjulínu, því að bæði hefir þróun-
in á þessu sviði verið mjög ör síðustu 30 árin og svo
hefir verðlag verið mjög breytilegt allan tímann frá
byrjun fyrri heimsstyrjaldar til þessa dags.
Séu athugaðar t. d. hagskýrslur danskra kaupstaðaraf-
veitna milli 30 og 40 talsins, má fá nokkra hugmynd um,
hvernig þær hafa starfað að þessu leyti, með því að at-
huga línuritin á 2. mynd. Þau eru tekin eftir fyrri heims-
styrjöldina, 1921—26, frá því verðlagið fór að lækka og
þar til það mátti heita stöðugt. Starfsárið 1921—1922 er
6