Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 85
85
rafveitu, er starfar við sömu skilyrði og Rafmagns-
veita Reykjavíkur, og lína er þarna dregin, er sýnir
hverjar tekjur rafmagnsveitan hefir haft á undan-
förnum árum frá 1922. Rafveita Akureyrar er sýnd
þarna árið 1942.
Efsta línan á væntanlega að svara til verðlagsins um
áramótin 1942 og 1943, og hverjar tekjur mætti vænta
af rafmagnssölu eftir notkuninni, ef það verðlag héld-
ist óbreytt. Þessi lína er framlengd allt upp í 1000
wött á mann, enda þótt hagskýrslur um almennings-
notkun nái ekki lengra en upp í 500—700 wött. Á
línuritinu eru einnig dregin grönn stryk, er sýna, hvern-
ig einingarverð raforkunnar talið í krónum á árs-
kw. lækkar með vaxandi notkun.
f norsku hagskýrslunum hafa þessar tekjulínur ver-
ið sundurliðaðar í tekjur í kaupstöðum og tekjur í
sveitum, og sýna þær, að væntanlegar tekjur í sveitum
þar eru helmingi lægri en í borgunum, miðað við
sama verðlag. Stafar þetta m. a. af því, að í borgun-
um koma tekjur af alls konar verzlun og iðnaði, en
þeirra gætir lítt í sveitum. Hagskýrslur um þetta hér
á landi eru mjög fáskrúðugar, enn sem komið er, en
þó virðist það, sem til er, benda í þá átt, að nokkuð
svipuð hlutföll verði hér á landi milli kaupstaða og
sveita.
4. FJÁRHAGSSKILYRÐI.
Þegar reynsla sú, er hagskýrslurnar geyma, hefir
sýnt, hverra tekjumöguleika megi vænta af sölu raf-
orku, má dæma um fjárhagsafkomuna á tilteknu orku-
veitusvæði, þegar tilkostnaður er kunnur.
Rafstöðvar og rafveitur eru fyrirtæki, er þurfa til-
tölulega mikinn tilkostnað í byrjun, en þegar fyrirtæk-
in eru komin upp, er rekstrarkostnaður þeirra tiltölu-
lega lítill í samanburði við ýmsan annan atvinnu-
rekstur.
Það mun mega telja, að allur rekstrarkostnaður