Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 86
86
þessara fyrirtækja, svo sem gæzla, viðhald, stjórn,
tryggingar og þess háttar kostnaður, annar en stofn-
kostnaðargjöldin, nemi rúmum 4% árlega af tilkostn-
aði, og verður hér á eftir reiknað með 4,2% til jafn-
aðar.
Venjulega er stofnkostnaður fenginn með láni og
verða þá stofnkostnaðargjöldin vextir og afborganir
lánsins. Verða þau í % af lánsf járhæðinni eins og
sýnt er í 1. töflu og á línuriti á 5. mynd.
1. tafla.
Ársvextir: 0,03 0,04 0,05 0,06
Lánstimi ár Stofnkostnaðargjöld °/0
15 8,0 8,7 9,3 10,0
20 6,7 7,4 8,0 8,7
25 5,7 6,4 7,1 7,8
30 5,1 5,8 6,5 7,3
35 4,7 5,4 6,1 6,9
40 4,3 5,1 5,8 6,6
50 3,9 4,7 5,5 6,6
Ef lánstíminn er t. d. 40 ár með 5% ársvöxtum,
30 ár með 4% eða 25 ár með 3%ársvöxtum, eru
stofnkostnaðargjöldin um 5,8%, og eru þá öll árgjöld-
in samtals 10%, er þarf til þess, að rafstöð með til-
heyrandi rafveitu geti starfað sem arðbært fyrirtæki
með lánsfé. Sé lánstíminn styttri en ofangreint eða
vextirnir hærri, verða rekstrargjöldin hærri, þannig
12% með 6% vöxtum á lánsfénu til 25 ára. Séu hins-
vegar vextir lægri og lánstíminn lengri, getur fyrir-
tækið starfað með lægri rekstrargjöldum, t. d. verða
þau 8,9% með 3% vöxtum á lánsfé til 35 ára. Það
er því mjög þröngt svið, sem tilkostnaði rafveitu er
sett, ef hún á að vera fjárhagslega sjálfstæð og hvorki
meira né minna.
Það má telja, að rafstöðvar fyrnist á 35 árum. Sé
því stofnkostnaðarlán fengin til 35 ára, falla fyrninga-