Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 90
90
andi styrjöld mátti telja, að 100 kr. á árskw. væri
hagstætt verð, með því verði nú mætti stofnkostnaður
orkuveitu þó ekki fara yfir 1500 kr. á mann til jafn-
aðar á orkuveitusvæðinu, ef fjárhagslegt sjálfstæði ætti
að nást. Með núverandi verðlagi má telja, að 200—
300 kr. á árskw. sé einnig hagstætt verð frá nýjum
virkjunum, og þá má ekki leýfilegur stofnkostnaður
verða meiri en um 1000 kr. á mann til jafnaðar, en sú
fjárhæð er tiltölulega rýrari að verðgildi, svo að aðstaða
til að fá fjárhagslega sjálfstæða rafveitu er tiltölulega
lakari sem stendur en var fyrir verðlagsbreytinguna.
Línuritið sýnir enn fremur, að það er ekki hægt
að búast við verulegri notkun í orkuveitunni, ef hún er
með hæsta leyfilegan tilkostnað, nema orkuverðið sé
200 kr. á árskw. eða lægra í innkaupi, og sýnir þetta
línurit einnig hið þrönga f járhagssvið, sem orkuveitur
þurfa að starfa á, ef þær eiga að vera fjárhagslega
sjálfstæðar og þurfa að vera með háan tilkostnað í
byrjun.
Ef nú slík veita, er selur beint til notenda, ber sig
ekki, er um tvær leiðir að velja til þess að gera hana
fjárhagslega sjálfstæða: 1) að afskrifa stofnkostnaðinn
að meiru eða minna leyti, eða 2) að lækka innkaups-
verð orkunnar, en þar sem það er miðað við kostnað-
arverð rafstöðvar, er það sama og að afskrifa nokk-
urn hluta stofnkostnaðar stöðvarinnar.
Þótt stofnkostnaður sé afskrifaður að miklu leyti
eða jafnvel öllu, er þó ekki hægt að reikna með því,
að öll stofnkostnaðargjöldin hverfi, því gera verður
ráð fyrir því, að fyrirtækið verði að svara árlegum
fyrningargjöldum, þótt það eigi nái að svara nein-
um vöxtum af stofnkostnaði. Sé gert ráð fyrir því,
að fyrningargjöldin geti verið 1,4%, lækka stofnkostn-
aðargjöld um 4% frá því, sem áður var talið, eða úr
9,6% niður í 5,6%. Öllu lengra verður ekki komizt
með afskriftirnar og er þetta sama og að fyrirtækið
fái vaxtalaus lán til stofnkostnaðarins, en geti síðan
annazt um reksturinn sjálft, haldið sér við og endur-