Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 94
94
þá, svo sem í Englandi, skapazt nokkur tækni miSuð
við 30000 volta héraðsveitu, með tiltölulega ódýrum
notendaspennistöðvum, fyrir fámennan notendahóp.
Hér á landi hagar þannig til, að á landbúnaðarsvæð-
unum á flatlendi og í dölum, er byggðin öll dreifð
með eitt eða fá býli saman. Við sjávarsíðuna hafa
komizt upp víða bæjahvirfingar, þorp, kauptún og
kaupstaðir. Getur því vel staðið svo á, að eigi verði
hagkvæmt að nota sömu spennu í öllum hjeraðsveit-
um um land allt, en hafa hana sem hæsta, 20—30
þus. volt á landbúnaðarsvæðunum, og lægri héraðs-
veituspennu þar, sem þéttbýli er meira, við sjávar-
síðuna. Skera samanburðar reikningar úr því á hverj-
um stað. En án þeirra má þó gera nokkra grein fyr-
ir því, hvernig héraðsveiturnar muni verða lagðar, ef
aðeins er farið eftir landslagi og byggðarlagi, sem er
náskylt í þessu sambandi, og auk þess hefir afstað-
an til vatnsaflsins nokkur áhrif á aðgreininguna í
sumum landshlutum.
Verður gerð grein fyrir líklegri skiptingu á orku-
veitusvæðum héraðanna umhverfis landið í aðalatrið-
um, og er hún sýnd á meðfylgjandi landsuppdrætti til
yfirlits.
6. HÉRAÐSVEITUR Á ÍSLANDI.
a) Suðvesturland.
Sé talið frá Mýrdalssandi vestur um, má telja, að fyrsta
orkuveitusvæðið fyrir almenningsveitu sé Mýrdalurinn,
frá Mýrdalssandi að Sólheimasandi, en annað orku-
veitusvæðið Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjasýsla.
Mýrdalurinn er að vísu svo lítið orkuveitusvæði, bor-
ið saman við Rangárvallasýsluna, að vel mætti hugsa
sér eina sameiginlega orkuveitu um allt svæðið.
Aðalspennistöð í Rangárvallasýslu yrði væntanlega
milli eystri Rangár og Þverár, og er þá vegalengdin
þaðan út á línuenda, fyrir austan Vík, um 90 km.
Þótt það sé eigi of langt fyrir almenningsveitu milli