Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 97
95
sveitabýla, er þó líklegt, að hentugra myndi reynast
að virkja vatnsafl í Mýrdalnum fyrir það svæði, og
stytta línulengdirnar frá stöð í Mýrdalnum niður í
15—20 km. Og með því mætti og stytta línulengdirn-
ar á orkuveitusvæði Rangárvallasýslu niður í um 40—
50 km. Frá aðalspennistöðinni í Rangárvallasýslu til Vest-
mannaeyja eru um 35 km., þar af um 12 km. eftir sjávar-
botni.
Þriðja orkuveitusvæðið er Árnessýsla. Aðalspenni-
stöð þar yrði við Sogið í fyrstunni.
Fjórða orkuveitusvæðið er Gullbringu og Kjósar-
sýsla, ásamt Reykjavík og Hafnafirði. Aðalspenni-
stöðin yrði þar, sem notkunin er mest, við Reykjavík,
en línulengd þaðan út á Reykjanes er um 50—60
km., og álíka norður eftir, inn eftir Hvalfirði sunnan-
verðum.
Þetta fjórða orkuveitusvæði kemur til að fá orku sína
aðallega frá Sogi, fyrst um sinn. Um annað hentugt
vatnsafl er ekki að ræða, nema til aðstoðar við Sogs-
virkjunina. Verða því orkuveitusvæðin 3 og 4 sam-
tengd, og geta haft sameiginlega orkuvinnslu. 2. orku-
veitusvæðið, um Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjar,
getur og orðið samtengt hinum tveim, þótt þar geti
einnig komið til greina hagnýting á hentugu vatns-
afli innan orkuveitusvæðisins, og þótt byrjað yrði með
að leggja sambandslínu milli orkuveitusvæðanna 2 og
3, er líklegt, að slíkt hentugt vatnsafl yrði hagnýtt
síðar, til aukins öryggis á orkufluttningi og orkuvinnslu.
Sama má og segja, þótt byrjað yrði með því að virkja
sérstaklega fyrir orkuveitusvæði 2, að sambandslína
myndi væntanlega verða lögð síðar. Má því gera ráð
fyrir, að þessi 3 orkuveitusvæði, 2, 3 og 4 verði öll
tengd saman, þegar frá líður, með háspenntum að-
allínum milli aðalspennistöðva, en orkuvinnsla yrði fyrst
mestmegnis í stærstu aflstöðvunum. Þegar notkunin
vex á þessum svæðum, gæti komið til greina að skifta
orkuveitusvæðunum enn meir, með því að fjölga aðal-
spennistöðvum, t. d. setja eina út á Reykjanes, aðra