Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 99
97
arfirði norður um Dalasýslu, þar sem þetta svæði
er tiltölulega fámennt, og einkum í byrjun, meðan
notkunin er lítil, gæti það komið til greina, en lík-
legt er, að sérvirkjanir á þessum svæðum yrðu eins
hagfelldar og aðálspennistöðvar. En þar sem þetta er
lítt rannsakað, hefir hér verið kosið að greina þetta
svæði allt í 4 orkuveitusvæði.
c) Vestfirðir.
Þá hefir Vestfjörðum verið skipt niður í 5 orku-
veitusvæði 9—13 eftir staðháttum, en þó er án nánari
rannsóknar erfitt að segja, að hve miklu leyti sum
þeirra yrðu tengd saman og önnur aðgreind frekar
en gert er á uppdrættinum.
d) Norðurland.
Á Norðurlandi verður 14. orkuveitusvæðið Austur- og
Vestur-Húnavatnssýsla með aðalspennistöð við Blöndu-
ós. 15. svæðið í Skagafjarðarsýslu og 16. Siglufjörð-
ur og nágrenni. Það væri að vísu hægt að hafa þetta
hvorttveggja eitt svæði með aðalspennistöð nálægt
Siglufirði eða á línu milli Siglufjarðar og Sauðár-
króks. En þegar notkunin vex, mun mega gera ráð
fyrir því, að hentugra myndi verða að hafa tvær
aðalspennistöðvar þarna og þá aðra nálægt Sauðár-
króki. Komið gæti og til mála, að byrja með sam-
eiginlegri aðalspennistöð við Blönduós fyrir Húnavatns-
sýslu og Skagafjarðarsýslu saman. 17. orkuveitusvæð-
ið yrði Eyjafjörður og Akureyri. 18. svæðið Suður-
Þingeyjarsýsla að öðru leyti en því, sem Eyjafjarðar-
veitan tæki með sér austanvert í Eyjafirði, og væri
18. svæðið með aðalspennistöð við Laxárvirkjunina.
Þessi tvö síðastnefndu orkuveitusvæði verða samtengd
uieð aðallínu, þar sem orkan yrði unnin sameiginlega
úr Laxá, en annað vatnsafl er þar hvergi eins hent-
ugt til virkjunar fyrst um sinn. Komið gæti til athugunar
að tengja héraðsveitu Skagafjarðar við aðalspennistöðina
hjá Akureyri, en þó mun það dýrara í byrjun, á meðan
7