Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 100
98
hentugt vatnsafl og nægjanlegt til virkjunar er til innan
þessa svæðis, og má þar fyrst og fremst nefna Skeið-
foss í Fljótum, er liggur mjög vel við hagnýtingu inn-
anhéraðs, ekki aðeins handa Siglufirði, heldur og mikl-
um hluta Skagafjarðar. Sama má segja um orku-
veitusvæði Húnavatnssýslu, að á meðan hagfellt vatns-
afl er nægjanlegt til innanhéraðs, svo sem úr Laxár-
vatni og Svínavatni hjá Blönduósi, verður samtenging
á orkuveitusvæði sýslunnar við orkuveitusvæðið fyrir
austan kostnaðarsamari. Ef hinsvegar Skagafjörðurinn
hefir verið tengdur við Eyjafjörðinn, er tiltölulega stutt
bilið á milli, að tengja Húnavatnssýslu við, þannig að
öll 5 orkuveitusvæðin 14—18 norðanlands yrðu tengd
með aðallínu milli spennistöðvanna með sameiginlegri
orkuvinnslu í Laxá úr Mývatni, auk orkuvinnslu inn-
an hvers svæðis til aðstoðar og öryggis.
e) Austfirðir.
Staðhættir eru þannig, að orkuveitusvæðin á Austur-
landi eru greinilega aðskilin frá Norðurlandi og Suð-
austurlandi. Miðsvæðis á Austurlandi er Lagarfljót,
er hefir mjög hentug skilyrði til virkjunar og vatns-
miðlunar. Vegalengdin frá Lagarfossi norður eftir til
Þórshafnar eftir línum veitukerfis eru um 100 km.
Raufarhöfn er 135 km. frá Lagarfossi, en 150 km.
frá Laxárvirkjuninni, Kópasker er um 105 km. frá
Laxárvirkjuninni, en 180 km. frá Lagarfossi. Línu-
lengdin milli Laxárvirkjunarinnar og Lagarfoss er um
285 km., þegar farið er með veitukerfið sem mest í
byggð með ströndum fram.
Línulengdirnar suður eftir eru um 100 km. til Djúpa-
vogs, 180 km. til Hafnar í Hornafirði, og um 230 km.
út á línuenda byggðarinnar austan Breiðamerkursands.
Sökum þess hve línulengdirnar eru miklar bæði vestur
og suður, er líklegt að betur myndi reynast að greina
Austurland niður í að minnsta kosti 3 orkuveitusvæði.
19. svæðið yrði þá aðallega um Axarfjörð, Sléttu og
Þistilfjörð með orkuvinnslu innan héraðs, ef hent-