Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 105
103
frá Sogsvirkjuninni frá vetrinum 1936—37 eru hér-
aðslínurnar frá Soginu um Árnessýslu, Rangárvalla-
sýslu og til Vestmannaeyja áætlaðar eins og sýnt er
í 4. töflu.
4. tafla.
Einstakar línur. Samtals
Nafn línu. Lengd mannfj.
kni. mannfj. km. mannfj. á km.
Sog-Eyrarbakki-Stokkseyri . . 39 1750 39 1750 45
Vestmannaeyjar lína I . 87 4000 126 5750 45
Vestmannaeyjar lína II . 89 700 215 6450 30
Flóinn neðra . 50 360 265 6810 26
Olfus, Flóinn neðra 49 350 314 7160 23
Almur á Vestm. linu I 20 150 334 7310 22
Álmur á Vestm. línu II . 45 300 379 7610 20
Vestm. lína III . 91 600 470 8210 17
Fljótshlíðarlína 22 220 492 8430 17
Fyjafjallaálma 62 600 554 9080 16
Aðrar álmur á III . 80 500 634 9580 15
Hringlína efra . 102 700 736 10280 14
Álmur á Hringlínu efra ... . . 129 800 865 11080 13
Umhverfis Þingvallavatn ... 46 200 911 11280 12
Ymsar smáálmur . 150 720 1061 12000 11
Rangárvs. og Árness. einar . 1046 8600 8,3
Sveitir án Eyrarb. og' Stokkseyrar 1040 7300 7
Hér eru taldir 7 menn á km. línu í sveitum eða
heldur fleiri, en í fyrrnefndri áætlun um Borgarfjörð
og heildarkerfið kemur út með 11 menn til jafnaðar
á km. í útreikningum Eftirlitsins voru einnig áætl-
anir um orkuveitu í Gullbringu- og Kjósarsýslu og
til Borgarfjarðarsýslu, og er útkoman þar svipuð og
hér er lýst, að því er sveitirnar snertir, en á Reykja-
nesi er tiltölulega meiri þorpsbyggð en víðast hvar
annarsstaðar, og ætti því veita þar að verða að sama
skapi hagstæðari. Aðrar áætlanir liggja ekki fyrir
ennþá um héraðsveitur, en telja má, að útkoman t. d.
í Húnavatnssýslum, Skagafjarðarsýslu og víðar verði
lík því sem í 4. töflu greinir.
I bráðabirgðayfirliti því, sem Rafmagnseftirlit ríkis-
ins gerði á sl. vetri, voru áætlanir um kostnað byggð-