Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 107
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
106
þegar þrifin áttu sér stað en ekki er ljóst hvort hún hafi sinnt þeim sjálfviljug
eftir fráfall föður síns eða hvort hún hafi verið að hlýða tilskipunum móður
sinnar. Þótt ekki sé óeðlilegt að unglingur taki þátt í heimilisstörfum vekur
líkamlegi sársaukinn sem Systa minnist upp þá spurningu hvort móðirin hafi
þvingað hana til athafna sem hún átti erfitt með að sinna.34 Verkirnir eru
líkast til fylgifiskur gigtarinnar sem hrjáir Systu en ekki er að sjá á samtali
þeirra mæðgna að mamman hafi gefið líðan dóttur sinnar gaum á sínum
tíma, haft með henni samlíðun eða fundist það vera í sínum verkahring að
fara með hana til læknis.35 Aðgerðarleysi móðurinnar er því enn eitt dæmið
um vanræksluna sem hún beitti Systu, á uppvaxtarárum hennar, og undir-
strikar sömuleiðis hina lúmsku illsku sem hún sýndi henni; gjarnan með því
að gera nákvæmlega „ekki neitt“.36
Æskuheimili Systu – íbúðin á Fjólugötu – er yfirráðasvæði móðurinnar
í fortíð og nútíð.37 Þótt heimilið sé ekki þungamiðja sögunnar eins og til
dæmis fjölskylduhúsið í Sólskinshesti38 gegnir það áþekku hlutverki því það
nótt og pínt hana til að þrífa baðherbergi sem henni fannst ekki nógu vel þrifið.
Í kvikmyndinni er þessu atriði gerð góð skil en það má nálgast hér: https://www.
youtube.com/watch?v=YUV-nwqs3BU.
34 Misjafnt er hvernig sálrænt/andlegt ofbeldi er skilgreint en þvingun til ákveðinna
athafna hefur verið talið dæmi um það. Ingólfur V. Gíslason, Ofbeldi í nánum sam-
böndum. Orsakir, afleiðing, úrræði, Reykjavík: Félags- og tryggingamálaráðuneytið,
2008, bls. 19. Listfengi Systu megin felst meðal annars í því hve margar eyður eru
í textanum en þar af leiðandi er erfitt að segja til um fyrir víst hvort mamman hafi
beitt dóttur sína sálrænu ofbeldi eður ei. Ýmsar vísbendingar eru þó gefnar þess
efnis; til að mynda segir Systa á einum stað: „Þeir dagar voru ekki grín þegar í
Mömmuna fauk.“ (93)
35 Ekki kemur fram hvort sérstök ástæða sé fyrir þrifum Systu eða hvað hún er að
hreinsa en þó er ekki útilokað að hún hafi verið að þrífa baðkarið eftir eigin notkun
og þrifin og sársaukinn í höndunum tengist þar með skömm hennar á líkama sínum
og/eða því sem út úr honum hefur komið.
36 Sbr. Freydís j. Freysteinsdóttir, Skilgreiningar og flokkunarkerfi í barnavernd, bls. 5.
37 Tekið skal fram að í hrollvekjum um mammfreskjur er algengt að (drauga)húsið sé
yfirráðasvæði þeirra, sjá til dæmis Barbara Creed, The Monstrous–Feminine. Film,
feminism, psychoanalysis, bls. 140.
38 Úlfhildur Dagsdóttir hefur fjallað um Sólskinshest sem gotneska sögu og í því sam-
hengi lagt áherslu á fjölskylduhúsið sem þar segir frá. Úlfhildur Dagsdóttir¸ „Heim-
ilislegur dauði. eða ósýnilegir leikir á háalofti“, Lesbók Morgunblaðsins, 29. júlí 2006,
sótt 12. júní 2022 af https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1095147/?item_num=-
0&searchid=47551be4af301126cc99076d934217e67b6e7169. Sömu sögu má segja
um Dagnýju Kristjánsdóttur og Katrínu Maríu Víðisdóttur en í greininni „Í frá-
sagnarspeglasalnum“ draga þær fram hvernig húsið í Sólskinshesti minnir á drauga-
hús hrollvekjunnar. Sjá bls. 183–191.