Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 2
Kaspíahafið að minnka.
Undanfarin hundrað ár hefir
Kaspíahafið dregizt mikið saman,
eða sem nemur 20 þúsund ferkíló-
metrum, einkanlega norðan til. Ef
þessu heldur áfram, mun það hafa
hinar alvarlegustu afleiðingar fyr-
ir olíuvinnsluna við strendur þess,
siglingar og fiskveiðar.
Ýms sjávargróður, sem fiskar
nærast á, er þegar kominn á þurrt.
Við flóa einn, þar sem brenni-
steinsiðnaður er stundaður, hefir
yfirborð sjávarins hækkað svo
mikið, að botnsköfur geta ekki
haldið opnum siglingaleiðum fyrir
fullfermd skip af meðalstærð.
Eystri strönd Kaspíahafsins,
sem er mjög þurr, hefir hækkað,
en yfirborð neðjanjarðar vatnsins
hefir lækkað svo mjög, að alvar-
lega horfir.
Megin-orsök þessa er sú, að
vatnsmagn Volgu fer minnkandi.
Áður fyrr rann álíka mikið vatn
í hafið og gufaði upp, en síðan
1931 er uppgufunin um það bil
tvö miljón teningsfet umfram að-
streymið.
Þessu veldur loftslagsbreyting í
Volgu-héruðunum. Regnið hefir
minnkað, veðráttan hlýnað og
fólksfjöldinn aukizt, sem veldur
þvi að meira vatn er notað til iðn-
aðar og í áveitur.
Það eru tvö ráð til þess að koma
í veg fyrir frekari samdrátt
Kaspíahafsins. Annað er það, að
þurrka upp víkur og voga, og
minnka þannig uppgufunina, en
hitt að veita í Kaspíahafið ám,
sem nú renna í Svartahaf og
Azovhaf.
— Seience Digest.
Almennt álitið — en rangt.
Framh. af 3. kápusíöu.
ver en karlmenn, nema þegar beita
þurfti miklum kröftum.
Konur þola erfiði betur en karl-
ar og þeim hættir ekki eins mikið
til að missa stjórnar á skapi sinu
við tilbreytingarlausa vinnu.
Sjálfsmorð eru víðast mun al-
gengari meðal karlmanna.
tms veikindi, sem rekja má til
veilu í taugakerfinu, eru tiðari
meðal karlmanna, og á geðveikra-
hælum eru fleiri karlar en konur.
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Afgreiðsla Tjamargötu 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 8,50
hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: ÍJrval, pósthólf 365, Reykjavík.
Sent. til allra bóksala á landinu, og taka þeir við áskriftum. Einnig
er ritið sent til áskrifenda, sem ekki búa í nágrenni bóksala.
ÚTGEFANDI : STEINDÓESPKENT H.F.