Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 48
ÚRVAL
4.6
.. Flestir vinnufílar fæðast í
þjónustunni. Foreldrarnir eru
ef til vill tveir fílar, sem
starfa á sama stað, en oft er
faðirinn þó villtur fíll. Það
er stundum erfitt að segja fyrir
um, hvort tveir fílar muni
eðlast, því að ekki b.er á nein-
um æsingi og engin sérstakur
frjóvgunartími er í kynferðislífi
fíla. Tvö dýr bindast vináttu-
böndum og má hvorugt af hinu
sjá. Þau geta ekki unnið, nema
í návist hvors annars. Eftir vik-
ur eða jafnvel mánuði á frjóvg-
unin sér stað.
Meðgöngutíminn er 18—20
mánuðir. En það er erfitt að
sjá, hvort fíll sé með unga. Það
hefir komið fyrir, að fíll hafi
fætt unga, án þess að nokkurn
hafi grunað, að slíkt væri í
vændum.
Nýfæddur fíll getur farið að
ganga um þegar að fæðingunni
lokinni. Raninn er í fyrstu mjög
ófullkominn. Unginn sýgur
móðurina með munninum, en
raninn er vafinn upp. Fílar
drekka ekki með rananum, eins
Og ahnennt er álitið; þeir sjúga
vatnið upp í ranann og spýta
því síðan upp í munninn.
Fílar eru oft veiddir í svo-
nefnt keddah, en það er eins
konar rétt með víðu opi og
mjókkar, er aftar dregur; fíla-
hjörð er rekin inn í réttina eða
dýrin fara inn í hana af sjálfs-
dáðum. Önnur veiðiaðferð er .til,
sem krefst mikils hugrekkis,
lægni og þolgæðis. Reipi , er
smíðað úr sérstakri reyrtegund,
um 400 feta langt og með lykkju
á endanum. Veiðimaðurinn
nálgast fílahjörðina, velur þau
ungu dýr úr, sem hann ætlar að
veiða, og reynir að flæma þau
frá hjörðinni, en það er ákaflega
mikið þolinmæðisverk.
Þegar ungarnir eru orðnir
einir sér, læðist veiðimaðurimi
að einum þeirra og reynir að
smeygja lykkjunni mn fót hans,
þegar hann lyftir honum. En
þar með er dýrið ekki unnið, því
að það getur veitt mikla mót-
spyrnu þótt lykkju hafi verið
brugðið um einn fót þess. Há-
reysti er gerð fyrir aftan fílinn
og hann þýtur af stað með 400
feta reyrreipi í eftirdragi. Hann
verður ofsahræddur, en reipið
vefst um tré og hindrar för
hans. Fíll getur ætt þannig
áfram í 10—20 klukkustundir
með 18 km hraða á klukku-
stund, og veiðimaðurinn verður
að elta hann og binda, þegar
hann er orðinn örmagna.