Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 124
322
TJRVAL
skipið, í stað þess að hirða allt
nýtilegt úr því.
Áform Nergers, að sigla
þessu hertekna skipi frá Aust-
urlöndum gegnum brezka hafn-
bannssvæðið, var f jarstæða, því
að Hitachi Maru eyddi meiri
kolum en Wolf. sem þó var allt-
af í kolahraki. Eftir að hafa
reynt árangurslaust í mánuð að
hremma kolaskip á nærliggj-
andi siglingaleiðum, hætti Nerg-
er við áform sitt.
En nú kom í ljós, að okkur
hafði bætzt ný plága frá jap-
anska skipinu. Skipsmenn á
IVolf höfðu fengið ýmsan fatn-
að hjá Japönunum, í skiptum
fyrir aðra muni. Með þessum
fatnað barst kláði, og breidd-
ist ört út.
En þessi sjúkdómur var ekki
alvarlegur í samanburði við
taugaveikina, sem sagt var að
tveir japönsku fangarnir væru
haldnir af. Ef þessi hræðilegi
sjúkdómur breiddist út í skip-
inu, mynau dagar þess vera
taldir. Útlitið var ljótt. En þess-
ír tveir taugaveikisjúklingar
hurfu skyndilega — ef þeim
var varpað útbyrðis, var Nerg-
■er í fullum rétti, því að þetta
var nauðsynleg ráðstöfun til
þess að bjarga skipinu.
Að lokum tók Nerger allt
nýtilegt úr Hitachi og kom dýr-
mætustu vörunum fyrir í neðstu
lest Wolfs — þar á meðal silki,
koparstöngum, líni og þúsund-
um smálesta af varningi, sem
þörf var fyrir í Þýzkalandi. Því
næst var siglt á haf út og
Hitachi sökkt með sprengjum.
1 afturlest Wolfs voru 400 fang-
ar og neðstu lestirnar voru full-
ar af herfangi -— en kolin voru
að ganga til þurrðar.
Matvæli voru næg, en einhæf.
Hitachi Maru var hlaðið svo
miklu magni af niðursoðnum
krabba, að það hefði nægt á-
höfn Wolfs um langan tíma. En
það hafði verið lítið um nýmeti
í marga mánuði, og niðursoð-
inn krabbi og rísgrjón var ekki
holl fæða. Margir fangamir
höfðu þegar fengið snert af
skyrbjúg.
1 fyrsta skipti, sem krabbinn
var borinn á borð, þótti okkur
hann hnossgæti; nokkrum dög-
um seinna var hann orðinn leið-
inlegur og eftir viku andstyggi-
legur. Það var næstum ómögu-
legt að koma honum niður.
Niðursoðinn krabbi og rís var
aðalfæða fanganna um margra
mánaða skeið — það er að segja