Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 52
50
TJRVAL
mynda og litfilma, og eiirnig
skýringin á venjulegii litblindu.
Að minnsta kosti einn maður af
hverjum þrjátíu er litblindur
(litblinda kenuir einkum fyrir
meðal kaiimanna); og það er
verkefni sálfræðingsins að finna
upp litpróf, sem allir eimreiða-
stjórar og sjóliðsforingjar verða
að ganga undir og standast.
En lokaðu nú augunum,
troddu í eyrun og leggðu frá
þér sígarettuna. Þú sérð ekkert,
heyrir ekkert og finnur enga
lykt; þú skynjar ekki neitt.
Verður nú hugur þinn auður og
tómur? Alls ekki. Enda þótt þú
sjáir ekkert með augunum,
sérðu samt sýnir, eins og Ham-
let, með „hugarsjóntmi“ þínum.
Þessar hugarsýnir eru eins og
tvífarar raunverulegra sýna, og
þó tökum við þær aldrei í mis-
gripum fyrir raunveruleikann,
nema um sjúklegar ofsjónir sé
að ræða. Sálfræðingurinn nefn-
ir þær ,,hugarmyndir.“ En með
dálítilli æfingu má framkalla
hugarmyndir, ekki einungis
eftir raunverulegum sýnum,
heldur og í sambandi við alls-
konar aðrar skynjanir — stað-
reynd, sem ekki hefði orðið
kunn, nema með kerfisbundinni
sjálfsathugun. Fjöldi fólks lifir
langa ævi, án þess að gera sér
Ijóst, að því er gefinn hæfileiki
til að endurvekja í minningunni
svipi liðinna atburða.
,J-Hutahugsuðir“ og „Orðahugs-
uðir.“
Ennfremur hafa nákvæmar
rannsóknir leitt í ljós, að
ímyndunarhæfni íolks er mjög
mismunandi og margbreytt. Við
getum t. d. greint þá, sem hugsa
einkum í raunverulegum sýn-
um frá hinum, sem hugsa í nöfn-
um hlutanna — „hlutahugsuð-
ina“ og „orðahugsuðina“. Með-
al hlutahugsuðanna eru að
minnsta kosti þrír aðgreinan-
legir flokkar. Böm, konur og
flest ómenntað fólk (ég bið af-
sökunar á flokkuninni) hugsar
aðallega í sýnum eða myndum.
Meðvitund þessa fólks er eins og
þögul kvikmynd. Þessvegna er
sagt, að það hafi sjónarminni.
Aðrir — sem sagt er að hafi
heymarminni — eru gæddir
þeim hæfileka að geta munað
hljóð. Æfðir tónlistarmenn geta
t. d. notið heilla tónverka — í
huganum. Böm þukla á hlutum
og rífa þá í sundur. Það er kall-
að, að þau hafi „hreyfiminni.“
Oft er hægt að greina hugs-
unarhátt manns af rithætti