Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 3
ozro
£ W 4
[LAHÖSeÓKÁSAFN]
lvV» ÍG9024 í
j
í
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
6. ARGANGUR
-S- REYKJAVlK
JAN.—FEB. 1947
>ai5 er ningt, að eyðilegging
tc rðmæta auki atvinnuna.
Hagfrœðilegar hugleiðingar.
Grein úr „Economics in One Lesson",
eftir Henrj' Hazlitt.
á.1ÖTUSTRÁKUR kastar steini
^ í rúðu í brauðgerðarhúsi
og brýtur hana. Allt kemst í
uppnám. Sumir halda því fram,
að þessi verknaður hafi líka
góðar afleiðingar. Glerskerinn
fær 200 krónur fyrir að setja
nýja rúðu í gluggann; þessir
peningar renna til annara kaup-
manna, og síðan áfram. Þannig
skapar brotna rúðan aukna um-
setningu og atvinnu, segja
menn. Það er eins og hringir á
vatnsfleti.
En það er líka önnur hlið á
málinu. Auðvitað er rúðubrotið
orsök þess, að glerskerinn fær
auknar tekjur, en eiganda
brauðgerðarhússins vantar 200
krónur fyrir nýjum fötum, sem
hann ætlaði að láta skraddar-
ann sauma. Áður átti hann rúðu
og 200 krónur í peningum —
nú á hann aðeins rúðuna. Gler-
skerinn hefir grætt, en skradd-
arinn tapað, og í raun og veni
skapazt ekki ný atvinna. Það
væri hægt með sama rétti að
nefna það „aukna umsetningu,“
er þjófur stelur frá yður. Auð-
vitað er kaupmáttur hans meiri,
þegar hann hefir komist yfir
peninga yðar. En að sama ieyti
og hann eykur umsetninguna
með því að eyða peningum yðar,
dragið þér úr henni, af því að
yður skortir þessa peninga.
Falskenningin um brotnu rúð-